Skór

Ef það er eitthvað sem hlaupari á að eiga, hvort sem hann er nýr í sportinu eða reynslubolti, þá er það góður skóbúnaður.

Við val á skóbúnaði þarf að hafa í huga hvernig undirlagi er verið að hlaupa á og hversu langar vegalengdir er verið að hlaupa. Einnig er mikilvægt að máta ólíkar skótýpur og finna hvaða týpa hentar sínum fæti og sínum líkama.

Peysur/bolir

Meira not er fyrir síðermaboli en þá styttri. Hægt er að klæðast þunnum síðermabol sem andar vel fyrir hlýrri daga eða síðermabol úr þykkara efni fyrir kalda daga.

Jakkar

Léttur vatnsheldur jakki er nauðsynlegur fyrir íslenska hlaupara – sérstaklega ef þeir stunda löng hlaup.

Buxur

Vinsælustu hlaupabuxurnar í dag er compression buxur sem flýta fyrir endurheimt eftir hlaup. Buxurnar fást bæði síðar og stuttar en gömlu góðu stuttbuxurnar eru líka alltaf jafn vinsælar.

Hægt er að lesa fleiri punkta frá Ásdísi Björgu í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út 11.maí. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.