„Fyrsti ársfjórðungur var vonbrigði og samdráttur töluvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Síðustu tvo mánuðina í fyrra var mikil sala vegna fyrirhugaðra skattabreytinga á rafbílum þannig að eftirspurnin hliðraðist eðlilega til eins og við höfum séð gerast áður. Við hjá BL erum þó ekki að upplifa sama samdrátt og almennt á markaðinum en salan hjá okkur er um 19% lægri það sem af er ári á meðan markaðurinn hefur dregist saman um 45%,“ segir Brynjar Elefsen Óskarsson, forstjóri BL.

Bílablað Viðskiptablaðsins leitaðist eftir viðbrögðum frá sjö forstjórum á bílamarkaði en hægt er að lesa viðbrögð hinna sex hér.

„Fyrsti ársfjórðungur var vonbrigði og samdráttur töluvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Síðustu tvo mánuðina í fyrra var mikil sala vegna fyrirhugaðra skattabreytinga á rafbílum þannig að eftirspurnin hliðraðist eðlilega til eins og við höfum séð gerast áður. Við hjá BL erum þó ekki að upplifa sama samdrátt og almennt á markaðinum en salan hjá okkur er um 19% lægri það sem af er ári á meðan markaðurinn hefur dregist saman um 45%,“ segir Brynjar Elefsen Óskarsson, forstjóri BL.

Bílablað Viðskiptablaðsins leitaðist eftir viðbrögðum frá sjö forstjórum á bílamarkaði en hægt er að lesa viðbrögð hinna sex hér.

,,Bílar eru mjög verðteygin vara og skattabreytingar hafa áhrif á markaðinn eins og hefur raungerst margsinnis síðustu 10 ár eða svo. Þegar það kemur að rafbílasölu þá er 75% samdráttur í sölu niðurstaðan eftir fyrsta ársfjórðung.

Hluti af þessum samdrætti skrifast á þessa eftirspurnarhliðrun sem ég nefndi hér áðan en það er fleira sem kemur til. Markaðurinn þarf til dæmis að aðlagast þeirri kerfisbreytingu sem fólst í því að afnema virðisaukaskattsívilnun og innleiða orkuskiptastyrk í gegnum Orkusjóð.

Síðan er kílómetragjaldið að vefjast fyrir mörgum, en staðreyndin er að rafbílar eru enn hagkvæmir í rekstri.

Stór þáttur er samt sá að leiguverð rafbíla snarhækkaði þar sem virðisaukaskattur er nú lagður á að fullu á útleigu sem gerir það að verkum, að meðtöldu kílómetragjaldi, að rafbílar eru ekki samkeppnishæfir þegar það kemur að útleigu bílaleigubíla eða langtímaleigu.

Afleiðingin er að eftirspurn frá þessum hluta markaðarins er einfaldlega hrunin. Eftir situr í raun hnitmiðuð aðgerð til þess að draga úr orkuskiptum eins og varað hafði verið við að yrði raunin og nú höfum við stigið 3-4 ár til baka,“ segir Brynjar.

Brynjar segir að þetta verði krefjandi ár og eitthvað í það að markaðurinn komist í jafnvægi aftur. ,,Þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað og búið sé að skrifa undir langtíma kjarasamninga þá hangir Seðlabankinn enn með stýrivexti í hæstu hæðum sem þrengir að í efnahagslífinu. Það er vonandi að vaxtalækkunarferli fari sem fyrst í gang, annars fer að stefna í mikið óefni,“ segir hann