BL kynnti um helgina langdrægastu gerð rafknúna og fjórhjóladrifna lúxusjeppans Hongqi E-HS9. Um er að ræða Executive útfærslu jeppans með 120kWst rafhlöðu, sem gerir kleift að aka bílnum allt að 520 km vegalengd við bestu aðstæður. BL kynnti í október þrjár fyrstu gerðirnar, Comfort, Premium og Exclusive.

Hongqi E-HS9 Executive er kraftmikill sex sæta (2x2x2) lúxusbíll á 22 tommu felgum, með fjórhjóladrifi. Bíllinn inniheldur fjölstillanleg sæti með nuddi í framsætum og snertiskjáum fyrir framan framsæti, 16 hátalara afþreyingarkerfi og rúmgott farangursrými.

Bíllinn er aldrifinn og með 750 Nm togkraft sem skilar hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst á 4,9 sek. Hongqi E-HS9 Executive hefur 1,5 tonna dráttargetu og er hægt að fá ýmsan aukabúnað til að mæta fjölbreyttum áhugamálum. Þar á meðal eru sex para skíðafestingar á toppinn, mismunandi reiðhjólafestingar á dráttarkrókinn eða upp á bílinn.