Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi stóðu fyrir fundi í Silfurbergi í Hörpu síðastliðinn föstudag þar sem yfirskriftin var "Hvað hefur sjávarútvegur gert fyrir þig".

Lauk þar með hringferð samtakanna sem hófst um miðan október þar sem rödd íbúa á Ísafirði, Ólafsvík, Egilsstöðum, Akureyri, í Vestmannaeyjum og Grindavík fékk að heyrast.

Farið var yfir helstu tölur, stöðu sjávarútvegs í samanburði við aðrar þjóðir, skattspor greinarinnar og ýmislegt fleira. Fjölmargir mættu og sköpuðust fjörugar umræður.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, leiddi fundinn og fór yfir ástæður þess að landsmenn gætu verið stoltir af sjávarútvegi.
© Anton Brink (Anton Brink)
Heiðrún Lind fékk til liðs við sig Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafa og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðing Arion banka, til að fara yfir helstu tölur.
© Anton Brink (Anton Brink)
Nafnarnir Kristján Ragnarsson, fyrrverandi formaður Landssambands íslenskra útgerðarmanna, og Kristján Loftsson, forstjóri Hvals.
© Anton Brink (Anton Brink)
Kristján Loftsson, Svanur Guðmundsson og Jón Gunnarsson þingmaður ræddu við Guðmund Kristjánsson.
© Anton Brink (Anton Brink)
Guðjón Þorbjörnsson hjá Vísi, Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim, og Svanur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
© Anton Brink (Anton Brink)
Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM - Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna.
© Anton Brink (Anton Brink)
Eyjólfur Árni Pálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, lét sig ekki vanta.
© Anton Brink (Anton Brink)
Árni Sverrisson, sem tók við sem formaður Félags skipstjórnarmanna í byrjun árs, tók til máls.
© Anton Brink (Anton Brink)
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi.
© Anton Brink (Anton Brink)
Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Arion banka.