„Það er kominn matur“ er líklega ein vinalegasta setningin í minnum margra allt frá æsku. Í dagsins amstri hins vegar kannast margir við hina endurteknu spurningu ,,hvað á að vera í matinn?“

Annað togstreitumál er svo hvernig eigi að halda þræði í misvísandi ráðleggingum varðandi heilsusamlegt mataræði. Í því sambandi má þó fullyrða að engar líkur eru á að landsmenn fái of mikið af hinum lífsnauðsynlegu Omega3 fitusýrum.

„Það er kominn matur“ er líklega ein vinalegasta setningin í minnum margra allt frá æsku. Í dagsins amstri hins vegar kannast margir við hina endurteknu spurningu ,,hvað á að vera í matinn?“

Annað togstreitumál er svo hvernig eigi að halda þræði í misvísandi ráðleggingum varðandi heilsusamlegt mataræði. Í því sambandi má þó fullyrða að engar líkur eru á að landsmenn fái of mikið af hinum lífsnauðsynlegu Omega3 fitusýrum.

Dósamaturinn frá La Brújula á Spáni er sannkallað handverk. Engar vélar eru notaðar til að verka eða pakka sjávarfanginu. Það er sérvalið eftir stærð, verkað, hreinsað og raðað í dósirnar. Í hverju skrefi er sérstaklega gætt að hreinlæti og hitastigi.

Við fengum meistarakokkana á Brasserie Eiríksdóttir í Grósku í Vatnsmýri til að framreiða einfalda veislurétti sem gætu hentað hvaða vikudag sem er, á öllum heimilum.

Tuna belly, grillað apríkósu brauð, tartar sósa pikklaður laukur og sinnepsfræ.

Allt fiskmeti frá La Brújala er veitt villt við strendur Spánar. Styrjuhrognin koma þó úr eldi ræktaðar í landeldi. Styrjuhrogn eru einhver mesta munaðarvara sem unnin er úr fiskmeti og því auðvitað spennandi að para saman með minna söltuðum dósamat eins og kræklingi og smokkfiski.

Til að byrja með má benda á að einfaldasta framreiðslan felst líklega í engri matreiðslu, bara skera niður snittur. Í því sambandi myndum við þó mæla með léttristuðu brioche brauði frá Sandholt bakaríi á Laugavegi.

Hörpuskel og ofnbakað blómkál, kapers og rúsínu mauk

Til að para við matinn var slegið til smökkunar með Aligote vínum frá Búrgúndí sem staðið hefur í skugganum af hinum feikidýru Chardonnay vínum svæðisins. Mikil endurvakning er einmitt í Búrgúndí á þessari þrúgu og fást nú slík vín frá fimm framleiðendum sem hver hefur sína áherslu í víngerðinni auk þess sem breytilegur jarðvegur skiptir líka máli. Aligote gefur að jafnaði af sér meiri uppskeru heldur en Chardonnay, er harðgerðari og heldur sýrustigi vel fram að uppskeru sem eykur ferskleika sem einmitt hentar vel á móti feitmeti.

Tómat fondue og sardínur.

Þó að Búrgúndí beri höfuð og herðar yfir önnur landsvæði í hvítvínsræktun, spilar svæðið (ásamt mörgum öðrum) í annarri deild þegar kemur að freyðivínum í skugga Champagne héraðs. En á því sviði býður svæðið sérstöðu þar sem algengt er að freyðivín svæðisins séu einmitt blönduð með Aligote.

Flatbrauð, ansjósur og kavíar, rjómaosta krem, klettasalat.