Bocuse d’Or er það stærsta í keppnismatreiðslu sem er í gangi í heiminum í dag. Það er búinn að vera draumur minn lengi að fara í þessa keppni. Það má segja að ég hafi stefnt að þessu markmiði síðan ég byrjaði að læra kokkinn árið 2012,“ segir Sindri. Hann fór að læra kokkinn í Perlunni en í dag er Sindri einn af eigendum veisluþjónustunnar Flóran.

Sindri segist hafa lagt gríðarlega mikla vinnu í undirbúninginn fyrir Bocuse d’Or.

,,Ég æfði mikið í glænýrri aðstöðu hjá Expert á Höfðabakka 7. Þar er mjög flott eldhús, eiginlega rými sem er með gleri þannig að fólk getur fylgst með hvað ég er að gera í eldhúsinu. Þetta er geggjuð aðstaða og ég er þakklátur Expert hvað fyrirtækið hefurgert mikið og stutt mig vel fyrir Bocuse d’Or,“ segir Sindri og bætir við að eldhúsið góða verði aftur meira og minna heimili hans þegar undirbúningurinn hefst fyrir aðalkeppnina í Lyon.

Sindri svarar hér nokkrum laufléttum spurningum um bíla og akstur.

Bocuse d’Or er það stærsta í keppnismatreiðslu sem er í gangi í heiminum í dag. Það er búinn að vera draumur minn lengi að fara í þessa keppni. Það má segja að ég hafi stefnt að þessu markmiði síðan ég byrjaði að læra kokkinn árið 2012,“ segir Sindri. Hann fór að læra kokkinn í Perlunni en í dag er Sindri einn af eigendum veisluþjónustunnar Flóran.

Sindri segist hafa lagt gríðarlega mikla vinnu í undirbúninginn fyrir Bocuse d’Or.

,,Ég æfði mikið í glænýrri aðstöðu hjá Expert á Höfðabakka 7. Þar er mjög flott eldhús, eiginlega rými sem er með gleri þannig að fólk getur fylgst með hvað ég er að gera í eldhúsinu. Þetta er geggjuð aðstaða og ég er þakklátur Expert hvað fyrirtækið hefurgert mikið og stutt mig vel fyrir Bocuse d’Or,“ segir Sindri og bætir við að eldhúsið góða verði aftur meira og minna heimili hans þegar undirbúningurinn hefst fyrir aðalkeppnina í Lyon.

Sindri svarar hér nokkrum laufléttum spurningum um bíla og akstur.

Hver er eftirminnilegasta bílferðin?

,,Þegar ég keyrði stóran trukk í gegnum París. Þetta var í lok janúar í fyrra. Við tökum svo mikið hráefni með okkur í þessar keppnir og ég var að aðstoða þarna matreiðslumeistara sem var að taka þátt í keppni í Lyon. Ég tók að mér að keyra trukkinn með allt hráefnið innanborðs frá París til Lyon. Þetta var mikil svaðilför. Ég ók í gegnum París á þessum stóra trukk með sléttum dekkjum og það var slydda og snjór enda hávetur. Ég þurfti að keyra í gegnum borgina og umferðin var í tómu rugli. Ég fæ hroll þegar ég rifja þettaupp. Það var flautað á mig hér og þar og ég fékk heldur betur að finna fyrir því í umferðinni. Það hafa örugglega margir blótað mér líka. Þessi ævintýralega bílferð gekk samt ótrúlega vel miðað við aðstæður og ég náði að mæta á réttum tíma til Lyon. Mér var fagnað mjög af félögunum því það hafði enginn trú á mér í þessum langa akstri við þessi skilyrði.“

Sindri Sigurðsson matreiðslumeistari
Sindri Sigurðsson matreiðslumeistari

Hver er uppáhaldsbíllinn þinn?

„Mercedes-Benz C-Class sem ég á núna. Það er mjög skemmtilegur bíll og lúxuskerra. Það er þægilegt að keyra hann. Annar bíll sem kemur upp í hugann er nýr Audi GT sem ég hef keyrt í Svíþjóð en sá bíll er í eigu frænku minnar. Það er rosalegur bíll og mjög sportlegur í akstri.“

Hver er besti bílstjóri (fyrir utan sjálfan þig)

„Faðir minn, Sigurður Gíslason. Hann er rosalega góður bílstjóri. Ég er alltaf mjög öruggur í bíl með honum.”

En versti bílstjórinn (fyrir utan sjálfan þig)

„Ísak Aron Jóhannsson, vinur minn. Hann keyrir alltof hratt og bremsar harkalega. Hann er stórhættulegur í umferðinni.“

Hvað hlustarðu helst á í bílnum?

„Ég hlusta mikið á podköst og íslenskt rapp.“

Hvort myndirðu keppa í kappakstri eða torfæru?

„Ég myndi velja kappakstur. Mér finnst það meira spennandi. Ég fylgist vel með Formúlunni í sjónvarpinu. Það væri virkilega gaman að fá að prófa að aka kappakstursbíl á braut.“

Hver er draumabíllinn þinn?

„Eins og er væri það MercedesBenz G63 AMG jeppi. Það er geggjað flottur jeppi. Ég veiði mjög mikið og væri alveg til í að eiga þennan bíl og keyra á honum í veiðina. Ég myndi vilja hafa hann svartan.“