„Honum var eiginlega stolið, það er ekki þægileg tilfinning,“ segir Auðunn Blöndal, eða Auddi Blö eins og hann er stundum kallaður,en hann tók eftir því á göngum vinnu sinnar að brotist var inn á reikning hans á samfélagsmiðlinum Instagram og hann tekinn yfir. Margar reynslusögur hafa verið í fjölmiðlum undanfarið um tölvuþrjóta og fer Viðskiptablaðið yfir hætturnar í blaðinu sem út kom í morgun.

„Ég get alveg viðurkennt það hérna fyrir hlustendum að ég varð alveg hvítur í framan, þetta var allt eitthvað svo steikt allt saman.“ Þetta sagði Auðunn í þættinum Brennslan á útvarpsstöðinni FM957 , í samtali við Kjartan Atla Kjartansson, sem tók ekki eftir því að eitthvað væri bogið fyrr en komið var í vinnuna og hann ætlaði að kíkja inn á Instagram.

„Þá bara kom eins og það væri búið að logga mig út, og ég fer inn, og ætlaði að fara í gegnum facebook eins og ég geri oft, því ég mundi ekki alveg lykilorðið, þá kom bara nýr reikningur sem var Blöndal Auðunn, með mynd af mér, engan follower, ekki að followa neinn, og engar myndir. Ég bara wtf, vissi ekkert hvað er að gerast, þá var þetta það vel gert hjá þessum hakkara að hann eyddi mér út af mínum eigin reikning, bjó til nýjan reikning fyrir mig.“

Ítarleg umfjöllun um tölvuinnbrot í Viðskiptablaði dagsins

Eftir að hafa leitað til tölvudeildar Vodafone sem var með honum í þrjá tíma að reyna að ná aftur stjórn á reikningnum. „Þetta var það vel gert hjá honum að við vorum fastir uppi, eftir þrjá tíma, því hann nær einhvern veginn að komast sennilega inn á meilið hjá mér,“ segir Auðunn en það vakti miklar áhyggjur hjá tölvudeildinni enda opnar aðgangur að tölvupóstum oft fyrir mun alvarlegri brot eins og ítarlega er fjallað um í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag.

„Hann gæti [þó] hafa einhvern veginn náð að sannfæra Instagram um að ég kæmist ekki inn á meilið mitt, að því að hann var búinn að breita meilinu á Instagramminu, breyta nafninu og henda út öllum myndum, þannig að þetta var mjög steikt.“

Þáttastjórnendurnir töluðu um að þeir tækju eftir því að notendanafn hans á Instagram breyttist sem og að ef fylgst væri með þá voru myndirnar að detta ein af annarri af samfélagsmiðlinum í nánast beinni útsendingu. Einnig var rætt um að ekkert væri hægt að hringja í facebook ef eitthvað svona kemur upp.

„Nei, það líka kom upp, það er viðbjóður, maður er svo gjörsamlega varnarlaus. Ég var búinn að reyna að hafa samband við nokkra hérna úti í bæ, og þetta hefði tekið mun meiri tíma, nema að konan mín þekkir einstakling í New York sem þekkir einhvern hjá Instagram, það var það sem bjargaði þessu, þá var bara hægt að tala við einhvern í síma,“ sagði Auðunn sem sagði þetta ekki aðgengilegt fyrir notendur almennt.

„Þetta er allt bara eitthvað tölvu, allt sem hann var búinn að gera var svo vel gert að þegar við fórum eftir öllum upplýsingunum á netinu, ég var hérna með tölvugaurunum í Vodafone sem kunna alveg sitt fag, að þetta var allt svo vel gert hjá honum að það kom alltaf nei, þetta er ekki hægt því að það er búið að breyta þessu. Það var allt dautt ef þú fórst eftir prótókólinu.“

Allt var á arabísku, feginn að var ekki Íslendingur á ferð

Spurður hvort hann viti hvaðan hakkarinn kæmi, þá sagði Auðunn að einu upplýsingarnar um það voru að allt hefði verið á arabísku. Hann hafi fyrst vonast eftir að tölvuþrjóturinn væri íslenskur því þá væri kannski auðveldara að leysa úr málinu, en þá var honum bent á að viðkomandi gæti þá lesið öll skilaboðin hans.

„Þá varð ég hvítur, wtf, fór að hugsa, ég var á lausu í sjö ár, hvern fjandann var ég að senda þegar ég kom fullur heim og svona drasl, þannig að þetta var hræðilegt. Ekki bara það, líka hvað þú sendir konunni, það er svo margt, þegar ég fór að hugsa þetta, sem þér finnst alveg eðlilegt að senda þegar það er milli tveggja manneskja en svo þegar einhver annar, þó það væri besti vinur minn sem kæmist í þetta og færi að lesa þetta þá væri maður alveg, oj, nei, nennirðu að hætta að lesa þetta,“ sagði Auðunn sem segist ætla að breyta hegðun sinni á alnetinu framvegis.

„Já, ég verð ekki með sama passwordið alls staðar, sem er erfitt að vera ekki alltaf með sama passwordið, en eins og gaurinn frá Instagram sagði, þá er það bara fyrsta regla, af því að segjum að ég hafi verið með sama passwordið til að komast inn á Fifa, meina Playstation, ég segi Fifa því það er eini leikurinn sem ég spila þar, og segjum að það verði leki þar, og einhver sér nafnið mitt, þá getur hann farið að skoða, þá getur hann bara tékkað, virkar þetta hér, og þá kæmist hann inn á twitterinn minn á þessu, kemst ég inn á Instagramið hans og svo framvegis.“

Stressið skyggði á barnið sem er á leiðinni

Spurður hvort hann muni hætta að senda persónuleg skilaboð til sinna nánustu neitaði hann því þó. Auðunn sagði að tekist hefði að bjarga reikningnum og ná stjórn á honum á ný, þó með þeirri undantekningu að hann missti alla sem hann hafði verið að fylgjast með á síðunni, en hann náði að fá allar myndirnar og fylgjendurna.

„Já, því sá sem tók reikninginn stal honum held ég til þess að ná fylgjendunum,“ sagði Auðunn sem spurður var hvað viðkomandi hyggðist gera með alla þessa íslensku fylgjendur í arabíu. Ein kenningin var sú að nota magnið til að fá ókeypis mat á veitingastöðum gegn jákvæðri umfjöllun sem næði til allra þessara fylgjenda.

Hann viðurkenndi að dagurinn hefði verið mjög erfiður.„Þetta sýndi mér líka hvað ég var orðinn háður Instagraminu, konan fór að hitta ljósmóður, ég ætti nú ekki að vera að segja frá þessu, það er settur dagur í dag,“ segir Auðunn sem lýsir því hvað hann var orðinn heltekinn baráttunni um reikninginn að hann gleymdi næstum að spyrja konuna hvernig heimsóknin hefði gengið.

„Þetta var bara búið að yfirtaka lífið, þetta var einhvern veginn orðinn mikilvægara en barnið mitt sem er á leiðinni, þetta var ekki jafndramatísk og mér fannst þetta á tímabili í gær, en þetta var ekkert eðlilega óþægilegt.“

Auðunn mælir með því að vera með mismunandi lykilorð fyrir mismunandi reikninga. Jafnframt segir hann að þegar hann fór svo að ná aftur í gamla fylgjendur hefðu sumir orðið hvumsa við og spurt hann hvort eitthvað hefði komið upp á milli þeirra fyrst hann hefði hætt að fylgja þeim áður. Að lokum sammældust þeir um að fara ætti varleg á netinu.

„Honum var eiginlega stolið, það er ekki þægileg tilfinning,“ segir Auðunn Blöndal, eða Auddi Blö eins og hann er stundum kallaður,en hann tók eftir því á göngum vinnu sinnar að brotist var inn á reikning hans á samfélagsmiðlinum Instagram og hann tekinn yfir. Margar reynslusögur hafa verið í fjölmiðlum undanfarið um tölvuþrjóta og fer Viðskiptablaðið yfir hætturnar í blaðinu sem út kom í morgun.

„Ég get alveg viðurkennt það hérna fyrir hlustendum að ég varð alveg hvítur í framan, þetta var allt eitthvað svo steikt allt saman.“ Þetta sagði Auðunn í þættinum Brennslan á útvarpsstöðinni FM957 , í samtali við Kjartan Atla Kjartansson, sem tók ekki eftir því að eitthvað væri bogið fyrr en komið var í vinnuna og hann ætlaði að kíkja inn á Instagram.

„Þá bara kom eins og það væri búið að logga mig út, og ég fer inn, og ætlaði að fara í gegnum facebook eins og ég geri oft, því ég mundi ekki alveg lykilorðið, þá kom bara nýr reikningur sem var Blöndal Auðunn, með mynd af mér, engan follower, ekki að followa neinn, og engar myndir. Ég bara wtf, vissi ekkert hvað er að gerast, þá var þetta það vel gert hjá þessum hakkara að hann eyddi mér út af mínum eigin reikning, bjó til nýjan reikning fyrir mig.“

Ítarleg umfjöllun um tölvuinnbrot í Viðskiptablaði dagsins

Eftir að hafa leitað til tölvudeildar Vodafone sem var með honum í þrjá tíma að reyna að ná aftur stjórn á reikningnum. „Þetta var það vel gert hjá honum að við vorum fastir uppi, eftir þrjá tíma, því hann nær einhvern veginn að komast sennilega inn á meilið hjá mér,“ segir Auðunn en það vakti miklar áhyggjur hjá tölvudeildinni enda opnar aðgangur að tölvupóstum oft fyrir mun alvarlegri brot eins og ítarlega er fjallað um í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag.

„Hann gæti [þó] hafa einhvern veginn náð að sannfæra Instagram um að ég kæmist ekki inn á meilið mitt, að því að hann var búinn að breita meilinu á Instagramminu, breyta nafninu og henda út öllum myndum, þannig að þetta var mjög steikt.“

Þáttastjórnendurnir töluðu um að þeir tækju eftir því að notendanafn hans á Instagram breyttist sem og að ef fylgst væri með þá voru myndirnar að detta ein af annarri af samfélagsmiðlinum í nánast beinni útsendingu. Einnig var rætt um að ekkert væri hægt að hringja í facebook ef eitthvað svona kemur upp.

„Nei, það líka kom upp, það er viðbjóður, maður er svo gjörsamlega varnarlaus. Ég var búinn að reyna að hafa samband við nokkra hérna úti í bæ, og þetta hefði tekið mun meiri tíma, nema að konan mín þekkir einstakling í New York sem þekkir einhvern hjá Instagram, það var það sem bjargaði þessu, þá var bara hægt að tala við einhvern í síma,“ sagði Auðunn sem sagði þetta ekki aðgengilegt fyrir notendur almennt.

„Þetta er allt bara eitthvað tölvu, allt sem hann var búinn að gera var svo vel gert að þegar við fórum eftir öllum upplýsingunum á netinu, ég var hérna með tölvugaurunum í Vodafone sem kunna alveg sitt fag, að þetta var allt svo vel gert hjá honum að það kom alltaf nei, þetta er ekki hægt því að það er búið að breyta þessu. Það var allt dautt ef þú fórst eftir prótókólinu.“

Allt var á arabísku, feginn að var ekki Íslendingur á ferð

Spurður hvort hann viti hvaðan hakkarinn kæmi, þá sagði Auðunn að einu upplýsingarnar um það voru að allt hefði verið á arabísku. Hann hafi fyrst vonast eftir að tölvuþrjóturinn væri íslenskur því þá væri kannski auðveldara að leysa úr málinu, en þá var honum bent á að viðkomandi gæti þá lesið öll skilaboðin hans.

„Þá varð ég hvítur, wtf, fór að hugsa, ég var á lausu í sjö ár, hvern fjandann var ég að senda þegar ég kom fullur heim og svona drasl, þannig að þetta var hræðilegt. Ekki bara það, líka hvað þú sendir konunni, það er svo margt, þegar ég fór að hugsa þetta, sem þér finnst alveg eðlilegt að senda þegar það er milli tveggja manneskja en svo þegar einhver annar, þó það væri besti vinur minn sem kæmist í þetta og færi að lesa þetta þá væri maður alveg, oj, nei, nennirðu að hætta að lesa þetta,“ sagði Auðunn sem segist ætla að breyta hegðun sinni á alnetinu framvegis.

„Já, ég verð ekki með sama passwordið alls staðar, sem er erfitt að vera ekki alltaf með sama passwordið, en eins og gaurinn frá Instagram sagði, þá er það bara fyrsta regla, af því að segjum að ég hafi verið með sama passwordið til að komast inn á Fifa, meina Playstation, ég segi Fifa því það er eini leikurinn sem ég spila þar, og segjum að það verði leki þar, og einhver sér nafnið mitt, þá getur hann farið að skoða, þá getur hann bara tékkað, virkar þetta hér, og þá kæmist hann inn á twitterinn minn á þessu, kemst ég inn á Instagramið hans og svo framvegis.“

Stressið skyggði á barnið sem er á leiðinni

Spurður hvort hann muni hætta að senda persónuleg skilaboð til sinna nánustu neitaði hann því þó. Auðunn sagði að tekist hefði að bjarga reikningnum og ná stjórn á honum á ný, þó með þeirri undantekningu að hann missti alla sem hann hafði verið að fylgjast með á síðunni, en hann náði að fá allar myndirnar og fylgjendurna.

„Já, því sá sem tók reikninginn stal honum held ég til þess að ná fylgjendunum,“ sagði Auðunn sem spurður var hvað viðkomandi hyggðist gera með alla þessa íslensku fylgjendur í arabíu. Ein kenningin var sú að nota magnið til að fá ókeypis mat á veitingastöðum gegn jákvæðri umfjöllun sem næði til allra þessara fylgjenda.

Hann viðurkenndi að dagurinn hefði verið mjög erfiður.„Þetta sýndi mér líka hvað ég var orðinn háður Instagraminu, konan fór að hitta ljósmóður, ég ætti nú ekki að vera að segja frá þessu, það er settur dagur í dag,“ segir Auðunn sem lýsir því hvað hann var orðinn heltekinn baráttunni um reikninginn að hann gleymdi næstum að spyrja konuna hvernig heimsóknin hefði gengið.

„Þetta var bara búið að yfirtaka lífið, þetta var einhvern veginn orðinn mikilvægara en barnið mitt sem er á leiðinni, þetta var ekki jafndramatísk og mér fannst þetta á tímabili í gær, en þetta var ekkert eðlilega óþægilegt.“

Auðunn mælir með því að vera með mismunandi lykilorð fyrir mismunandi reikninga. Jafnframt segir hann að þegar hann fór svo að ná aftur í gamla fylgjendur hefðu sumir orðið hvumsa við og spurt hann hvort eitthvað hefði komið upp á milli þeirra fyrst hann hefði hætt að fylgja þeim áður. Að lokum sammældust þeir um að fara ætti varleg á netinu.