UN Women og Íslandsbanki hafa gert með sér samstarfssamning um að bankinn sinni bankaþjónustu samtakanna til næstu tveggja ára, auk þess að vera sérstakur bakhjarl svokallaðra ljósbera UN Women.

Þar með munu mánaðarleg framlög þeirra rúmlega 9 þúsund ljósbera, það er þeirra sem styðja við starf UN Women með mánaðarlegum framlögum, nýtast samtökunum betur að því er segir í tilkynningu bankans.

Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanki undirrituðu samninginn um samstarf bankans og samtakanna á dögunum.

„Eitt af þeim markmiðum er jafnrétti og munu Íslandsbanki og UN Women vinna saman að verkefnum sem stuðla að því heimsmarkmiði,“ segir á vef bankans um málið.

„Samstarfið við Íslandsbanka gerir UN Women á Íslandi kleift að nýta söfnunarfé samtakanna enn betur í þágu aukinna réttinda og bættum hag kvenna og stúlkna um allan heim. Íslandsbanki hefur skilgreint hlutverk sitt að vera hreyfiafl til góðra verka og vinnur bankinn að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.“