Bandaríski tónlistarmaðurinn Jaz-Z er einn stærsti listamaður í heimi en hann er jafnframt mikill fjárfestir. Fyrirtækið hans, Marcy Venture Partners (MVP), tilkynnti nýlega að það myndi fjárfesta í fyrirtækinu The Finnish Long Drink.

Finnska fyrirtækið framleiðir dósir sem innihalda drykk sem kallast á finnsku lonkero. Hann er mjög vinsæll í Finnlandi en drykkurinn er blanda af gini og ávaxtagosi.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Jaz-Z er einn stærsti listamaður í heimi en hann er jafnframt mikill fjárfestir. Fyrirtækið hans, Marcy Venture Partners (MVP), tilkynnti nýlega að það myndi fjárfesta í fyrirtækinu The Finnish Long Drink.

Finnska fyrirtækið framleiðir dósir sem innihalda drykk sem kallast á finnsku lonkero. Hann er mjög vinsæll í Finnlandi en drykkurinn er blanda af gini og ávaxtagosi.

Á síðasta ári seldust tæplega 1,8 milljónir kassa af þessum dósum, samanborið við aðeins 33 þúsund árið 2019. Salan hefur meðal annars verið keyrð áfram af frægum einstaklingum eins og Miles Teller, DJ Kygo og kylfingnum Rickie Fowler.

Drykkurinn á sér rætur að rekja til Ólympíuleikanna í Helsinki árið 1952. Finnar voru enn að ná sér eftir seinni heimsstyrjöldina og voru stjórnvöld að undirbúa sig við að taka á móti fjölda gesta en vissu ekki hvernig best væri að hjálpa þeim að svala þorstanum. Þá kom upp sú hugmynd að bjóða upp á tilbúna blandaða drykki og fæddist þá þessi langi drykkur Finna.

„Þetta var ást við fyrsta sopa. Með því að smakka þennan drykk sérðu hvers vegna þessi drykkur frá Finnlandi er að tröllríða Norður-Ameríku um þessar mundir. Það er sannur heiður að vinna með þessu teymi,“ segir Larry Marcus, markaðsstjóri Marcy Venture Partners.