Hjónin Jón Jónsson tónlistarmaður og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir hans hafa fest kaup á 322 fermetra einbýlishúsi að Hamarsgötu 4 á Seltjarnarnesi. Kaupsamningi hefur ekki verið þinglýst en er húsið var sett á sölu nam uppsett verð 295 milljónir króna.

Í fasteignaauglýsingu var Hamarsgötu 4 lýst sem vel staðsettu 322 fermetra einbýlishúsi á tveimur hæðum/pöllum á rólegum og eftirsóttum stað með óhindrað sjávar- og fjallaútsýni á glæsilegri 1193 fermetra eignarlóð/sjávarlóð í lokaðri götu.

Jón og Hafdís settu hús sitt að Lindarbraut 19 á Seltjarnarnesi á sölu fyrir tæplega tveimur mánuðum síðan. Húsið er 232 fermetrar og er á tveimur hæðum. Uppsett verð nam 182 milljónum króna. Lindarbraut 19 var fjarlægð af sölu í byrjun mánaðar svo ætla má að samþykkt kauptilboð liggi fyrir í eignina.