Kia kynnti PBV-framtíðarsýn sína á CES 2024-sýningunni (Consumer Electronics Show) í Las Vegas. Framleiðsla PBV-bíla mun í fyrstu byggjast á kynningu á nýju, einingaskiptu ökutæki, sem forsýnt er með Kia PV5-hugmyndabílnum.
Þessi framtíðarsýn var kynnt til sögunnar samhliða fjölþættri áætlun sem mun gjörbylta samgöngumarkaðnum á grunni PBV-bíla og á sama tíma koma að gagni fyrir markmið Hyundai Motor Group tengdum þjarkatækni, háþróuðum samgöngum í lofti og sjálfvirkum akstri.
Kia kynnti PBV-framtíðarsýn sína á CES 2024-sýningunni (Consumer Electronics Show) í Las Vegas. Framleiðsla PBV-bíla mun í fyrstu byggjast á kynningu á nýju, einingaskiptu ökutæki, sem forsýnt er með Kia PV5-hugmyndabílnum.
Þessi framtíðarsýn var kynnt til sögunnar samhliða fjölþættri áætlun sem mun gjörbylta samgöngumarkaðnum á grunni PBV-bíla og á sama tíma koma að gagni fyrir markmið Hyundai Motor Group tengdum þjarkatækni, háþróuðum samgöngum í lofti og sjálfvirkum akstri.
PBV-bílar Kia er heildræn samgöngulausn sem sameinar sérsniðna rafbíla og háþróaðar hugbúnaðarlausnir sem byggja á hugmynd Hyundai Motor Group um hugbúnað fyrir allt, svokallaða SDx-áætlun. PBV-bílar Kia munu opna dyr að nýjum rekstrarmöguleikum og lífstíl með því að endurskilgreina skilning okkar á rými með háþróuðu og sérsniðnu innanrými sem veitir fullkomið frelsi og sveigjanleika.
Kia PV5 fyrstur í röðinni
Í fyrsta fasa kynnir Kia til sögunnar Kia PV5, fjölhæfan rafbíl sem er sérhannaður fyrir mikilvægan atvinnurekstur á borð við leigubílaakstur, flutninga og verktakavinnu með miklum möguleikum á sérsniðinni uppsetningu eftir fjölbreyttum þörfum viðskiptavina. Í gegnum enn betri gagnatengingu milli bíla og ytri gagnaveita, svo sem fyrir upplýsingar um akstursleiðir og afhendingu, er hægt að hafa umsjón með mörgum bílum í einu sem sameinaðir eru í flota í hugbúnaði. Tilkoma slíkra sérsniðinna vinnubílaflota og sértækra PBV-lausna skilar sér í færri stöðvunum og aukinni hagkvæmni.
Í fasa tvö verður PBV-bílalínan fullmótuð og PBV-bílar verða þróaðir yfir í samgöngutæki með gervigreind sem nýta gögn til að eiga samskipti við notendur og tryggja að bílarnir séu alltaf búnir nýjasta búnaði. Innbyggð PBV-lausn býður upp á sérsniðna og hnökralausa upplifun af tækjum og hugbúnaði. Á sama tíma munu ný rekstrarform í tengslum við þjarkatækni og aðrar framtíðartæknilausnir líta dagsins ljós.
Í þriðja fasa munu PBV-bílar Kia þróast yfir í samgöngulausnir sem bjóða upp á mikið sérsnið og sérhönnun í gegnum samþættingu við umhverfisvænar samgöngulausnir framtíðarinnar. Á þessu stigi munu PBV-bílar Kia umbreytast í vettvang þar sem hvers kyns hugmyndir geta orðið að veruleika. Sítengdir, sjálfstýrðir bílar verða hluti af samræmdu stýrikerfi snjallborgarinnar samkvæmt skilgreiningu Kia.
Tæknilausnin „Easy Swap“ (einföld skipti), sem ætlað er að koma til móts við fjölbreyttar kröfur viðskiptavina, skilar sér í einum undirvagni sem hægt er að nota fyrir ólíkar samgönguþarfir. Fyrir aftan fast stýrishús, eða „ökumannssvæði“, er hægt að setja upp útskiptanlegar yfirbyggingar með rafsegultengingum og vélrænum tengingum og nýta þannig PBV-bílinn sem leigubíl á daginn, sendibíl að nóttu til og frístundabíl um helgar.