Kia birti í dag myndir af ytri og innri hönnun Kia EV9, fyrsta rafknúna jeppa suður-kóreska bílaframleiðandans.

Framhlið EV9 einkennist af einföldum og skýrum línum. EV9 er með „stafrænt tígrisandlit“ – ljósagrill með stafrænu mynstri. Nýstárleg „stjörnukorta“ LED-dagljós EV9 veita nýja lýsingarupplifun og mynda lifandi lýsingarmynstur.

Hliðarlögun EV9 er með marghyrndu mynstri til að sameina á snurðulausan hátt styrk og einkenni jeppans við einstaka straumlínulögun. Þríhyrnd lögun hjólhlífa og áberandi hönnun brettakantanna falla inn í bolgrindina og sameina þannig marghyrndar línur í einni smíð.

Þægindi í innanrýminu

EV9 er með E-GMP undirvagn, langt hjólhaf, lága lista á hliðum, flatt byggingarlag rafbíls, og þrjár sætaraðir. Hægt er að hafa ýmist sex eða sjö sæti.

Farþegar sem sitja í fyrstu og annarri sætaröðinni geta hallað sætum sínum á sama tíma til að slaka á og hvíla sig meðan verið er að hlaða EV9. Á auðveldan hátt er hægt að snúa sætunum í annarri röðinni um 180 gráður svo farþegar geti átt samskipti við þá sem sitja í þriðju röð. Í þriðju röð er einnig að finna glasahaldara og hleðslustöðvar fyrir fartæki.

Opið, fljótandi og breitt mælaborðið nær frá stýrinu að miðju ökutækisins. Tveir 12,3 tommu snertiskjáir eru samþættir við einn 5 tommu skjá til að bæta stafræna upplifun, gera mögulegt að stýra virkni bílsins á auðveldan hátt og tryggja að hnappar séu sem fæstir. Stóri AVNT-skjárinn í EV9 býður upp á hljóð og mynd ásamt leiðsagnar- og fjarvirknieiginleikum í miklum gæðum.