Hið vinsæla bílatímarit, What Car? hefur útnefnt bíl ársins 2024 og var það Lexus LBX sportjeppinn sem fékk heiðurinn að þessu sinni. Þetta er nýjasta viðbótin í Lexus-línunni og verður bíllinn frumsýndur á Íslandi núna í vor.

Lexus LBX fékk útnefninguna ekki síst vegna þess að hann sameinar hagkvæmni Hybrid-kerfisins frá Lexus og lúxusbúnað sem yfirleitt finnst ekki nema í stærri bílum.

Þar að auki var Lexus útnefnd sem áreiðanlegasta bílategundin í Bretlandi sjöunda árið í röð.

LBX er með 1,5 lítra sjálfhlaðandi Hybrid vél sem skilar prýðilegum afköstum. Bíllinn er með nýrri nikkel-málmhýdríðrafhlöðu sem tryggir minna viðnám og aukin afköst og þessar nýju tæknilausnir skila auknum stuðningi rafmótors við hröðun og ljá bílnum snerpu og þrótt.