BYD T3 var fyrst kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Sjanghæ árið 2015. Bíllinn kom í framleiðslu árið 2021 fyrir alþjóðlegan markað og hefur verið nokkuð vinsæll m.a. í Noregi síðustu tvö ár.

Nú reynir hann fyrir sér hér á landi í ört stækkandi rafsendibílaflota landsins. BYD T3 er 100% rafknúinn sendibíll með allt að 310 km drægni samkvæmt WLTP staðlinum. Bíllinn er þægilegur og lipur í akstri.

Aflið er alveg ágætt en rafmótorinn skilar 136 hestöflum sem dugar fínt fyrir þennan bíl svo framarlega sem hann er ekki fullhlaðinn en þá minnkar aflið aðeins. Togið er 180 Nm. Bíllinn er 9,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði