Porsche Macan kemur ítveimur útfærslum, Macan 4 og Macan Turbo. Þegar komið var inn í fjölmiðlarými Porsche í Antibes blasti við lavender litaður Porsche Macan 4, glæsilegur bíll og liturinn ekki síðri; litur Provence-héraðsins þar sem okkur blaðamönnum hafði verið boðið til að reynsluaka bílnum. 

Í fjölmiðlarýminu var einnig til sýnis undirvagn Macan sem sýndi þann tæknibúnað sem bíllinn er búinn; rafhlöðuna, mótorana sem og fjöðrunina, en Macan 4 kemur á gormafjöðrun og Macan Turbo á loft fjöðrun.

Porsche Macan kemur ítveimur útfærslum, Macan 4 og Macan Turbo. Þegar komið var inn í fjölmiðlarými Porsche í Antibes blasti við lavender litaður Porsche Macan 4, glæsilegur bíll og liturinn ekki síðri; litur Provence-héraðsins þar sem okkur blaðamönnum hafði verið boðið til að reynsluaka bílnum. 

Í fjölmiðlarýminu var einnig til sýnis undirvagn Macan sem sýndi þann tæknibúnað sem bíllinn er búinn; rafhlöðuna, mótorana sem og fjöðrunina, en Macan 4 kemur á gormafjöðrun og Macan Turbo á loft fjöðrun.

Yfirbygging bílsins er hönnuð til að veita sem minnsta loftmótstöðu, en hún hefur veruleg áhrif á rafmagnsnotkun bílsins. Hönnuðir Porsche Macan hafa náð vindstuðlinum niður í 0.25 sem er lægsti vindstuðullinn sem sportjeppi frá Porsche hefur haft.

Hinn nýi Macan er sportlegri en fyrra módel; framendinn líkist 911 með loftinntaki sínu og þá er afturhlerinn meira í ætt við coupe útlit með rafdrifinni vindskeið sem kemur upp úr afturhleranum þegar þess er þörf. Loftinntakið að framan er opið þegar bíllinn er í hleðslu, sem kælir þá batteríið, en í keyrslu lokast það til að minnka loftmótstöðuna. Hins vegar opnast það aftur ef batteríið hitnar eða vélin sem og ef þörf er á annarri kælingu. 

Nánar er fjallað um bílinn í Bílablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.