Bíllinn ber nafnið T7 Multivan og er hann hannaður á sama undirvagni og meðal annars VW Golf og Audi A3. Gólfið í bílnum er þar af leiðandi algjörlega flatt ólíkt fyrri gerðum Transporter.

Multivan leysir af hólmi Caravelle sem var T6 útgáfan fyrir farþegaflutninga og er nýja línan með meira hallandi framhluta en fyrri kynslóðir. Auk þess að vera með nýtt útlit er Multivan með eHybrid vél sem gerir hann að mjög svo fýsilegum kosti hvoru tveggja sem fjölskyldubíll eða sem atvinnubíll.

Vélin sem er í boði er 1,4 TSI PHEV og skilar hún 150 hestöflum. Togið er 330 Nm. Bíllinn er 11,6 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Drægni á rafmagni er gefið 48 km og er bíllinn framhjóladrifinn.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði