Ferðasíðan Enjoy Travel, sem birtir reglulega lista yfir bestu hamborgara í Evrópu, hefur sett hamborgarana frá Hamborgarabúllu Tómasar í tíunda sæti yfir bestu hamborgara álfunnar.

Í tilkynningu segir að Enjoy Travel leggi mikinn metnað í að valið og eru útsendarar þeirra á ferð um alla Evrópu að bragða hamborgarana allt árið um kring.

Ferðasíðan Enjoy Travel, sem birtir reglulega lista yfir bestu hamborgara í Evrópu, hefur sett hamborgarana frá Hamborgarabúllu Tómasar í tíunda sæti yfir bestu hamborgara álfunnar.

Í tilkynningu segir að Enjoy Travel leggi mikinn metnað í að valið og eru útsendarar þeirra á ferð um alla Evrópu að bragða hamborgarana allt árið um kring.

„Það er alltaf mikill heiður þegar borgararnir okkar fá svona viðurkenningu enda höfum við frá upphafi lagt mikla áherslu á gæði í okkar eldamennsku. Við erum stolt af borgurunum okkar - þeir eru ekkert rosalega flóknir en það sem skiptir mestu máli eru einmitt gæði hráefnanna sem minnst er á í umsögninni,“ segir Tómas Tómasson, stofnandi Búllunnar.

Í dag telur Hamborgarabúlla Tómasar 9 staði í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ og Selfossi ásamt veisluþjónustu og stöðum í Kaupmannahöfn, London og Berlín.