Útlitslega er óhætt að segja að Volvo EX30 sé vel heppnaður. Flottar línur og eftirtektarverð framljósin gefa honum smá sérstöðu innan Volvo línunnar og að aftan svipar honum jafnvel meira til Polestar af afturljósunum að dæma.

Volvo EX30 er auk þess gríðarlega þægilegur í akstri. Fjöðrunin er góð og viðbragðið gott á bílnum sem reynsluekinn var en á aldrifnum bíl enn betra.

Volvo EX30 kemur í nokkrum útfærslum, með 51 eða 69 kWh mótor sem er með afturhjóla- eða aldrifi. Bíllinn sem reynsluekinn var er afturhjóladrifinn Ultra LR með uppgefna 475 drægni. Uppgefin hröðun á afturhjóladrifnum Ultra LR er 5,3 sek. í 100 km hraða en á aldrifsbílnum aðeins 3,6 sek.

Volvo EX30 er 4233 mm langur og 2032 mm breiður að meðtöldum speglum. EX30 er 1555 mm hár og er veghæðin 17,7 cm. Volvo EX30 Ultra kemur á 19” 8-Spoke Aero álfelgum sem gefa honum sportlegt útlit.

Framendinn er brotinn upp með flottum framljósunum.

Einfalt og flott innanrými

Innanrýmið er eins mínímalískt og hægt er að hugsa sér. Volvo hefur ákveðið að fara sömu leið og Tesla með því að sleppa algjörlega mælum fyrir framan ökumann og setja allt saman í einn spjaldtölvu skjá sem er fyrir miðju. Efst til vinstri á skjánum er hraðamælirinn auk annarra stjórn merkja, t.d. stefnuljósaörva og þá er líkt og í Tesla innbyggður radar sem nemur farartæki sem og gangandi vegfarendur og varpar mynd af þeim á skjáinn.

Allt flott en gerir það að verkum að ef ökumaður ætlar að nýtja sér þetta á keyrslu þá er hann sífellt að horfa af veginum á skjáinn sem er ekki æskilegt. Til þess að ökumaður stari ekki of mikið á skjáinn þá er hann undir stöðugu eftirliti myndavélar sem staðsett er fyrir ofan stýrið og greinir hún ef ökumaður dottar eða er ekki með augun á veginum, eða t.d. geispar, og gefur þá viðvörun um slíkt. 

Nýjung með hljóðkerfinu

Hliðarspeglarnir eru stillt ir innan úr stjórnskjánum. Ef fleiri en einn aðili notar bílinn þá greinir myndavélin sem staðsett er fyrir ofan stýrið ökumanninn og stillir þá spegla eftir fyrirfram ákveðnum stillingum, og þá sæti líka.

Margmiðlunar skjárinn er fyrir miðjunni og þar fyrir aftan hljóð stöngin.

Nánar er fjallað um EX30 í fylgiritinu Bílar sem fylgdi Viðskiptablaðinu þann 13. mars síðastliðinn.