Bílasala á Íslandi gekk vel árið 2023 og seldust alls 17.542 fólksbílar á árinu. Árið 2022 seldust hins vegar 16.673 bílar og var aukningin 5,2%. Árið 2023 var stærsta bílasöluárið í fimm ár, eða frá 2019, þrátt fyrir að vextir hækkuðu verulega. Á móti vó að bílaleigur keyptu fleiri bíla.

Model Y mest seldur

Bandaríska Tesla Model Y var mest seldi fólksbíllinn á síðasta ári og seldist hann í 3.255 eintökum. Það nemur 18,5% af sölu nýrra bíla. Næstur á eftir er rúmenski Dacia Duster en 859 Dusterar seldust. Þriðja sætið vermir rafbíllinn Toyota BZ4X sem seldist í 643 eintökum. Hann kom á markað á miðju ári 2022.

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Bílar sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.