Unnur Elva Arnardóttir, formaður FKA, mun hefja sitt annað ár, Guðrún Gunnarsdóttir var endurkjörin varaformaður FKA og Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir var endurkjörin gjaldkeri FKA á aðalfundi félagsins sem fór fram í vikunni.

Unnur Elva Arnardóttir, formaður FKA, mun hefja sitt annað ár, Guðrún Gunnarsdóttir var endurkjörin varaformaður FKA og Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir var endurkjörin gjaldkeri FKA á aðalfundi félagsins sem fór fram í vikunni.

Stjórn FKA.
© Silla Páls (Silla Páls)

„Félagið vill tryggja tækifæri samfélagsins til að njóta sérfræðiþekkingar og reynslu kvenna, auk þess að vera leiðandi hreyfiafl með fjölbreytta starfssemi víðsvegar um landið,“ segir Unnur Elva Arnardóttur forstöðumaður Skeljungi glöð í bragði eftir aðalfund FKA.

Fjóla Friðriksdóttir, Sara Dögg Davíðsdóttir Baxter, Sunna Rós Þorsteinsdóttir, Rakel Jensdóttur og Iðunn Kristín Grétarsdóttir.
© Silla Páls (Silla Páls)

„Ég vil þakka Bergrúnu Lilju Sigurjónsdóttur fráfarandi stjórnarkonu FKA, sviðstjóra svið fólks, upplýsinga og þróunar Vinnueftirlitinu fyrir fundarstjórn og Rakel Jensdóttur lögmanni og eiganda fyrirtækisins Hvilft lögfræðiráðgjöf sem var ritari á fundinum,“ sagði Andrea Róbertsdóttir eftir fundinn.

„Rakel átti sæti í kjörstjórn ársins og með henni þær Iðunn Kristín Grétarsdóttir, Sara Dögg Davíðsdóttir Baxter, Sunna Rós Þorsteinsdóttir og formaður kjörstjórnar var Fjóla Friðriksdóttir. Það er svo gaman að vinna með öflugum hópi kvenna.“

Sif Jónsdóttir FKA Norðurlandi með Guðlaugu Hrönn sem fékk flest atkvæði í stjórnarkjörinu á aðalfundinum.
© Silla Páls (Silla Páls)

„Ég er spennt að hefja seinna starfsárið með nýrri stjórn sem formaður félagsins,“ segir Unnur Elva. „Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fastus hefur verið endurkjörin varaformaður FKA og Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, hundaræktandi og eigandi Gæludýr og Home&you endurkjörin gjaldkeri FKA. Stjórnarkonurnar Grace Achieng stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic, Helga Björg Steinþórsdóttir stofnandi og meðeigandi AwareGO verða áfram í stjórn og Andrea Ýr Jónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsulausna og hjúkrunarfræðingur heldur áfram sem ritari FKA.“

Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA á aðalfundi FKA í Húsi atvinnulífsins.
© Silla Páls (Silla Páls)

„Á dagskrá aðalfundar er lýsing á kjöri stjórnar, nefnda og ráða og gaman að segja frá því að Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri GET Ráðgjafar ehf. var með flest atkvæði. Gulla eins og hún er kölluð hefur verið að vinna gríðarlega mikilvægt starf innan stjórnar er varðar tæknimálin. Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir var með næst flest atkvæði í stjórnarkjöri, Guðrún Gunnarsdóttir þriðja og taka þær sæti í stjórn FKA til tveggja ára. Næstar inn voru þær Jasmina Vajzovic Crnac, Sandra Yunhong She og Guna Mežule og koma nýjar um borð í varasætin þrjú til eins árs í stjórn FKA,“ segir Unnur að lokum.

Magdalena Lára Gestsdóttir, Erna Arnardóttir, Stella I. Leifsdóttir Nielsen, Dóra Eyland og Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir.
© Silla Páls (Silla Páls)