Nova segir að það hafi verið full mæting á Klúðurkvöldi Startup SuperNova sem fór fram í síðustu viku en viðburðurinn var hluti af Nýsköpunarvikunni. Einstaklingar úr nýsköpunarumhverfinu deildu sögum af mistökum og klúðri við uppbyggingu sprotafyrirtækja sinna.

Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Lava Show.
© Þóra Ólafs (Þóra Ólafs)

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups og Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, markaðsstjóri Nova, opnuðu viðburðinn. Þetta er jafnframt í þriðja sinn sem Klúðurkvöld er haldið í tengslum við Startup Supernova hraðalinn en slíkir viðburðir eru vel þekktir erlendis.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect.
© Þóra Ólafs (Þóra Ólafs)

Finnur Pind, stofnandi og framkvæmdastjóri Treble Technologies, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, og Georg Lúðvíksson, meðstofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri Meniga, voru meðal þeirra sem héldu erindi á viðburðinum.

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups.
© Þóra Ólafs (Þóra Ólafs)

Ragnhildur Ágústsdóttir, meðstofnandi Lava Show, sagði einnig frá uppbyggingu fyrirtækisins en saga Lava Show hófst árið 2016 í stærstu frumkvöðlakeppni Íslands, Gullegginu, og tók fyrirtækið seinna sama ár þátt í Startup Reykjavík viðskiptahraðlinum.

Finnur Pind, stofnandi og framkvæmdastjóri Treble.
© Þóra Ólafs (Þóra Ólafs)

„Góð mistök geta sannarlega verið gulls ígildi. Tilgangurinn með Klúðurkvöldinu er að auka umburðarlyndi fyrir mistökum. Ef frumkvöðlar þora ekki að gera mistök verður engin nýsköpun til. Það var gaman að sjá hversu vel reynsluboltarnir náðu til allra í salnum. Þess má geta að nokkur þeirra hafa farið í gegnum viðskiptahraðla og stærstu frumkvöðlakeppni Íslands, Gulleggið sem KLAK hefur umsjón með,“ segir í tilkynningu.