Heilbrigðistæknifyrirtækið Helix hélt lokahóf fyrir 12 háskólanema sem voru að ljúka starfsnámi hjá fyrirtækinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sótti hófið og ávarpaði nemana.

Heilbrigðistæknifyrirtækið Helix hélt lokahóf fyrir 12 háskólanema sem voru að ljúka starfsnámi hjá fyrirtækinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sótti hófið og ávarpaði nemana.

Áslaug Arna og nemarnir.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Skúli Arnlaugsson og Stefán Ólafsson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Í tilkynningu segir að Áslaug Arna hafi talað um mikilvægi þess að auka samvinnu milli háskólanna og atvinnulífsins.

Anna Björk Baldvinsdóttir, hagfræðinemi.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Samvinna milli menntastofnana og atvinnulífs er lykillinn að því að tryggja að nemendur öðlist þá færni sem nauðsynleg er í nútímasamfélagi. Það gleður mig að sjá nemendur fá tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum og öðlast dýrmæta reynslu. Þessi reynsla mun ekki aðeins nýtast þeim í framtíðinni heldur einnig styrkja atvinnulífið og samfélagið í heild,“ segir Áslaug Arna.

Áslaug Arna og Arna Harðardóttir.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Starfsnemarnir komu úr tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði og stafrænni heilbrigðistækni við Háskólann í Reykjavík sem og hagfræðideild Háskóla Íslands. Hjá Helix tóku þau þátt í fjölbreyttum verkefnum og á borð við: Uppfærslu á hugbúnaðarlausninni Deildarvaki og rannsókn á smáforritinu Iðunn og rannsókn á því hvernig gervigreind nýtist til að hagnýta gögn í Sögu sjúkraskrá.

Heiðar Þór Jónsson og Ingi Rúnar Kristinsson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Arna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Helix segir að samstarf háskóla og atvinnulífs sé mikilvægt til að undirbúa nemendur fyrir vinnumarkaðinn að loknu námi. Hún segir að þróun í tæknigeiranum sé hröð og því nauðsynlegt sé að búa til þekkingarmenningu þar sem lykillinn að velgengni sé stöðugur lærdómur.

Ari Vésteinsson, Guðjón Vilhjálmsson og Emil Gunnar Einarssonþ
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Samstarf við háskóla og menntastofnanir gegna stóru hlutverki í að byggja upp þessa menningu innan fyrirtækja. Þegar við fáum nemendur í starfsnám, þá erum við ekki aðeins að gefa þeim innsýn í atvinnulífið; við erum fá inn ferska strauma. Spurningar þeirra og hugmyndir ögra okkur til að hugsa hlutina upp á nýtt og kanna nýja möguleika.“, segir Arna.