Viðburðurinn „Empower your Boss“ var haldin í höfuðstöðvum Deloitte í Kaupmannahöfn á dögunum. Þar buðu félagskonur í Kötlu Nordic stjórnendum margra stærstu fyrirtækja í Danmörku, svo sem BCG, EY, Deloitte, Novo Nordisk, Maersk og fleirum, á vinnustofu til að ræða jafnréttismál og hvaða aðgerða væri þörf til að búa til vinnustaðamenningu sem styddi við fjölbreytileika.
Færa má sterk rök fyrir því að viðburðurinn hafi verið brýnn þar sem Danmörk hefur svo um munar dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum og situr nú í 32. sæti yfir kynjajafnrétti í heiminum. Ísland hefur aftur á móti setið í efsta sæti listans 13 ár í röð. Félagskonur Kötlu þekkja þetta vel enda starfa þær flestallar hjá dönskum fyrirtækjum.
Viðburðurinn hófst á ræðu frá forstjóra Deloitte á Norðurlöndunum, Anders Dons sem tók fyrir nálgun fyrirtækisins á jafnréttismál. Hann nefndi sérstaklega mikilvægi stjórnenda í því samhengi, þar sem öll sem hafi náð árangri hafi haft einhvern sem studdi við sig á toppinn og þar halli oftar á konur.
Ráðgjafar og hugbúnaðarfyrirtækið Empower Now tók við þar sem Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé skóf ekki utan af hlutunum þegar kom að þeim vandamálum sem blasa við í hefðbundinni vinnustaðamenning þar sem jafnréttismál hafa ekki verið tekin föstum tökum. Má þar nefna einsleitni í ákvarðanatöku, tap á hæfileikafólki þegar einsleitt fólk eru ávallt hækkað í tign þannig að á endanum gefast margir upp og yfirgefa vinnustaðinn. Einnig voru yfirmenn ásamt undirmönnum sínum settir í hlutverkaleik til að glöggva sig betur á því hvernig valdaójafnvægi birtist á vinnustöðum.
Að vinnustofu lokinni var ekkert fararsnið á þátttakendum og héldu stjórnendur lengi áfram umræðu um jafnréttismál við félagskonur og fóru heim með nýjar hugmyndir í farteskinu.
Viðburðurinn „Empower your Boss“ var haldin í höfuðstöðvum Deloitte í Kaupmannahöfn á dögunum. Þar buðu félagskonur í Kötlu Nordic stjórnendum margra stærstu fyrirtækja í Danmörku, svo sem BCG, EY, Deloitte, Novo Nordisk, Maersk og fleirum, á vinnustofu til að ræða jafnréttismál og hvaða aðgerða væri þörf til að búa til vinnustaðamenningu sem styddi við fjölbreytileika.
Færa má sterk rök fyrir því að viðburðurinn hafi verið brýnn þar sem Danmörk hefur svo um munar dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum og situr nú í 32. sæti yfir kynjajafnrétti í heiminum. Ísland hefur aftur á móti setið í efsta sæti listans 13 ár í röð. Félagskonur Kötlu þekkja þetta vel enda starfa þær flestallar hjá dönskum fyrirtækjum.
Viðburðurinn hófst á ræðu frá forstjóra Deloitte á Norðurlöndunum, Anders Dons sem tók fyrir nálgun fyrirtækisins á jafnréttismál. Hann nefndi sérstaklega mikilvægi stjórnenda í því samhengi, þar sem öll sem hafi náð árangri hafi haft einhvern sem studdi við sig á toppinn og þar halli oftar á konur.
Ráðgjafar og hugbúnaðarfyrirtækið Empower Now tók við þar sem Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé skóf ekki utan af hlutunum þegar kom að þeim vandamálum sem blasa við í hefðbundinni vinnustaðamenning þar sem jafnréttismál hafa ekki verið tekin föstum tökum. Má þar nefna einsleitni í ákvarðanatöku, tap á hæfileikafólki þegar einsleitt fólk eru ávallt hækkað í tign þannig að á endanum gefast margir upp og yfirgefa vinnustaðinn. Einnig voru yfirmenn ásamt undirmönnum sínum settir í hlutverkaleik til að glöggva sig betur á því hvernig valdaójafnvægi birtist á vinnustöðum.
Að vinnustofu lokinni var ekkert fararsnið á þátttakendum og héldu stjórnendur lengi áfram umræðu um jafnréttismál við félagskonur og fóru heim með nýjar hugmyndir í farteskinu.