Ný Toyota Corolla Cross verður frumsýnd á morgun en þetta er nýjasta viðbótin við Corolla línuna. Með tilkomu Corolla Cross er eykst úrval sportjeppa hjá Toyota en fyrir eru Yaris Cross, RAV4 og Highlander.

Corolla Cross sameinar kosti rúmgóðs fjölskyldubíls og sportjeppa. Farangursrýmið er 433 lítrar og stækkar í 1337 lítra þegar aftursætin er felld niður. Hann er búinn 2.0 lítra vél, 197 hestöfl og aðeins 7,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Þessi nýjasta Corolla verður fáanleg í þremur útfærslum, Active, Active + og Luxury.

Bíllinn verður frumsýndur hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri. Sýningarsalir opna klukkan 12 á morgun og boðið verður upp á reynsluakstur.