Ný kynslóð hybrid-bíls Honda, Civic e:HEV, er nýjasta afurðin úr smiðju japanska bílaframleiðandans sem kemst á lista yfir sex bíla sem keppa um verðlaunin „Best Buy Car of Europe“ (í. bestu bílakaupin í Evrópu) hjá Autobest 2023.

Civic fæst eingöngu sem hybrid en þessi ellefta kynslóð bílsins kom á markaðinn fyrr á þessu ári og með honum var rekið smiðshöggið í þeirri áætlun Honda að bjóða eingöngu upp á rafbíla í almennu vöruúrvali í Evrópu árið 2022.

Þetta verður í fjórða sinn sem bíll frá Honda er tilnefndur til úrslita hjá Autobest og í annað skiptið sem Civic kemst á þennan eftirsótta lista. Bílar sem áður hafa komist í úrslit eru HR-V árið 2016, Civic 2018 og Jazz 2021. Autobest verðlaunin eru valin af 31 bílablaðamanni í Evrópu og veitt þeim bíl sem felur í sér bestu kaupin yfir heildina fyrir fjölbreyttan hóp evrópskra viðskiptavina.

e:HEV-kerfið var nýlega þróað fyrir Civic og er sérhannað með akstursupplifun í huga. Það er sett saman úr tveimur kraftmiklum rafmótorum, 2,0 lítra Atkinson-bensínvél með beinni innspýtingu, Li-ionrafhlöðu og nýjustu kynslóð sjálfskiptingar Honda, sem saman skila sparneytni ásamt góðri hröðun og afkastagetu.

Innanrými Civic e:HEV er hannað með sérstakri áherslu á liti, efni og áferð til að auka þægindi við allar aðgerðir og snertingar. Þessum eiginleikum til viðbótar er úrval snjalltækni og tengimöguleika í bílnum, hannað til að auðvelda daglegt líf farþeganna. Nýr Civic er væntanlegur á Íslandsmarkað mánaðamótin janúar/febrúar á næsta ári.