Nýr rafbíll, Lexus RZ 450e, verður frumsýndur hér á landi á laugardaginn. Um er að ræða rafknúinn sportjeppa sem er mitt á milli RX og NX í stærð.

RZ 450e er með 71,4 kWh rafhlöðu sem er ætlað að halda 90% afköstum eftir 10 ára notkun. Áætluð eyðsla í 100 km akstri samkvæmt WLTP staðlinum er 16,8 – 18,7 kWh.

Lexus RZ 450e býður upp á mjög góða akstursupplifun eins en bílablaðamaður Viðskiptablaðsins reynsluók bílinn í Suður-Frakklandi í vor eins og fram kom í nýjustu útgáfu Bíla. Vel er hugsað fyrir þægindum og öryggi fyrir bæði ökumann og farþega.

RZ 450e bætir enn í úrval rafmagns- og tengiltvinnabíla sem Lexus hefur á boðstólum en fyrir eru rafmagnsbíllinn UX 300e og tengiltvinnabílarnir NX 450h+ og RX 450h+.

Nýi sportjeppinn verður frumsýndur í Lexussalnum í Kauptúni í Garðabæ á morgun kl 12-16.