Hugmyndina að Range Rover jeppanum má rekja allt aftur til ársins 1958. Þá vildu forsvarsmenn Rover-bílaverksmiðjanna smíða stærri jeppa en gamla Defenderinn.

Árið 1966 hófst hönnunarvinna að fyrstu kynslóð jeppans eftir nokkrar misheppnaðar hugmyndir árin á undan. Á árunum 1967 til 1970 voru smíðaðir 40 þróunarbílar.

Í dag væru slíkir bílar vandlega huldir og haldið frá augum almennings. Rover menn fóru hins vegar þá leið að merkja 26 þeirra Velar, nafni félags sem þeir skráðu í bresku fyrirtækjaskrána, og setja þá á númeraplötur.

Velar kemur frá latneska og ítalska orðinu velare sem merkir að hylja eða fela.

Umfjöllunina í heild má lesa í í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar sem kom út á dögunum.