Róbert er greinilega annt um umhverfið því Ampera er með umhverfismildari bílum á markaði hér á landi. Ampera var kynntur hér á landi í sumar en enn sem komið er hefur aðeins þessi eini bíll selst. Bíllinn er svartur að lit. Opel Ampera kostar um 8 milljónir króna.

Opel Ampera var valinn bíll ársins í Evrópu 2012. Ampera er rafmagnsbíll með bensínmótor sem vinnur sem ljósamótor.

Nánar má lesa um málið í bílablaði sem fylgdi Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.