THE ROOF, bar staðsettur á sjöundu og efstu hæð The Reykjavik EDITION hótelsins opnaði á dögunum. Hann býður upp á víðáttumikið fjalla- og sjávarútsýni sem og útsýni yfir Reykjavíkurborg. Á þakbarnum má finna setustofu sem hægt er að loka af með glerhurð fyrir alls kyns einkaviðburði.

THE ROOF er kjörinn staður til að njóta íslenskra sumarkvölda sem og norðurljósa á kaldari mánuðum. Fyrir utan barinn má finna stóra útiverönd með útsýni til allra átta og útihúsgögnum þar sem þægilegt er að setjast að með teppi og góðan drykk. Inni ráða alsvartar innréttingar með þægilegum sófum og sætum sem blandast inn í umhverfið til þess að leyfa útsýninu að njóta sín.

Matseðillinn einblínir á gæði, sjálfbæra uppsprettu og einstakt bragð. Réttirnir eru hugsaðir sem léttir bitar með drykkjum staðarins. Yfirkokkur THE ROOF er Portúgalinn Rosa Tiago, sem var áður á veitingastaðnum Terroir Restaurante í Lissabon. Matseðilinn má finna hér.

Þakbarinn er nýjasti staðurinn í boði Reykjavík EDITION en kokteilbarinn Tölt mun einnig opna að nýju á næstunni.

Alsvartar innréttingar leyfa útsýninu að njóta sín.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Sumarsalatið á THE ROOF. Melóna með serrano skinku og halloumi osti
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Grilluð bleikja með sætum kartöfluflögum og San Marzano tómötum.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Espresso martini að hætti THE ROOF.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
The Reykjavík EDITION er staðsett við Austurhöfn og Hörpu.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
© Aðsend mynd (AÐSEND)