Elka hefur skapað sér gott orð sem fasteignasali, veitir persónulega og góða þjónustu og er jafnframt öflug í markaðssetningu. ,,Ég starfa á skemmtilegustu fasteignasölu landsins og fólkið sem hér vinnur veitir mikinn stuðning og hvatningu sem er ekki sjálfsagt í starfsgrein sem er jafn mikil samkeppni í, það gerir starfið auðveldara og skemmtilegra.

Ég vanda mig eins og ég get við að veita viðskiptavinum mínum persónulega og faglega þjónustu. Fólk verður oft óöruggt þegar kemur að svona stórum viðskiptum og mér finnst mikilvægt að fólk geti hiklaust leitað til mín og fengið ráð og leiðsögn hvort sem er um að ræða sölu eða kaup. Svo er ég með óbilandi áhuga á fólki og fasteignum og þess vegna hlakka ég alltaf til að mæta til vinnu,“ segir Elka.

Hver er uppáhaldsbíllinn sem þú hefur ekið?

,,Það er bíllinn minn í dag, Porsche Macan. Hann er hrikalega lipur og skemmtilegur. Ég er mjög mikið á ferðinni og þessi bíll sameinar það að vera frábær borgarbíll og ekki síðri þegar ég þarf að skjótast út fyrir höfuðborgina sem gerist ansi oft.”

Fjallað er nánar um Elku í Bílablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.