Stærsta sviflína (e. zipline) landsins opnar á morgun í Hveragerði. Í dag verður sviflínan hins vegar vígð með ákveðinni „Superman“ ferð þar sem viðkomandi svífur með höfuðið á undan og kemst þá upp í allt að 120 km hraða.

Mega Zipline ákvað að vera með uppboð á þessari fyrstu „Superman“ ferð þar sem einstaklingar og fyrirtæki gátu boðið upphæð til að tryggja sér fyrstu ferðina. Allur ágóði mun svo renna óskiptur til ME-félagsins á Íslandi.

„Þetta er langlengsta sviflína sem hefur verið opnuð á Íslandi til þessa og verkefni sem engin fordæmi eru fyrir hér á landi. Við erum gríðarlega spennt að geta boðið íslenskum og erlendum gestum upp á þessa tegund afþreyingar sem við finnum strax fyrir að mikil eftirspurn er eftir“ segir Hallgrímur Kristinsson hugmyndasmiður og forsvarsmaður verkefnisins.

Línan sjálf er staðsett í Kömbunum við Hveragerði og fylgir Svartagljúfri frá efstu beygju í Kömbunum alveg niður að kaffihúsinu við upphaf gönguleiðarinnar inn í Reykjadal, alls rúmlega 1000 metra langa leið. Gljúfrið er lítt þekkt náttúruperla sem skartar fallegum fossum og stórbrotnu útsýni. Línurnar eru tvær og liggja samhliða svo tveir geta tekið flugið samtímis.

Boðið er upp á tvær leiðir til að fljúga og eru línurnar yfir 1 km að lengd og eru því með lengstu sviflínum Evrópu. Í falllínunni er hægt að upplifa frjálst fall úr 13 metrum sem stöðvast mjúklega á síðustu metrunum með tilheyrandi adrenalínflæði.

Mega Zipline Iceland er rekið af Kambagili ehf. sem var stofnað í byrjun árs 2021. Í tilkynningu segir að markmiðið var að setja upp skemmtilegustu afþreyingu á Íslandi þar sem hægt væri að njóta spennu og íslenskrar náttúru í senn. Ákveðið var að staðsetja sviflínuna í Hveragerði vegna nálægðar við borgina og vaxandi samfélags ferðaþjónustuaðila við Reykjadal, eins vinsælasta áfangastaðar Íslands.

Stærsta sviflína (e. zipline) landsins opnar á morgun í Hveragerði. Í dag verður sviflínan hins vegar vígð með ákveðinni „Superman“ ferð þar sem viðkomandi svífur með höfuðið á undan og kemst þá upp í allt að 120 km hraða.

Mega Zipline ákvað að vera með uppboð á þessari fyrstu „Superman“ ferð þar sem einstaklingar og fyrirtæki gátu boðið upphæð til að tryggja sér fyrstu ferðina. Allur ágóði mun svo renna óskiptur til ME-félagsins á Íslandi.

„Þetta er langlengsta sviflína sem hefur verið opnuð á Íslandi til þessa og verkefni sem engin fordæmi eru fyrir hér á landi. Við erum gríðarlega spennt að geta boðið íslenskum og erlendum gestum upp á þessa tegund afþreyingar sem við finnum strax fyrir að mikil eftirspurn er eftir“ segir Hallgrímur Kristinsson hugmyndasmiður og forsvarsmaður verkefnisins.

Línan sjálf er staðsett í Kömbunum við Hveragerði og fylgir Svartagljúfri frá efstu beygju í Kömbunum alveg niður að kaffihúsinu við upphaf gönguleiðarinnar inn í Reykjadal, alls rúmlega 1000 metra langa leið. Gljúfrið er lítt þekkt náttúruperla sem skartar fallegum fossum og stórbrotnu útsýni. Línurnar eru tvær og liggja samhliða svo tveir geta tekið flugið samtímis.

Boðið er upp á tvær leiðir til að fljúga og eru línurnar yfir 1 km að lengd og eru því með lengstu sviflínum Evrópu. Í falllínunni er hægt að upplifa frjálst fall úr 13 metrum sem stöðvast mjúklega á síðustu metrunum með tilheyrandi adrenalínflæði.

Mega Zipline Iceland er rekið af Kambagili ehf. sem var stofnað í byrjun árs 2021. Í tilkynningu segir að markmiðið var að setja upp skemmtilegustu afþreyingu á Íslandi þar sem hægt væri að njóta spennu og íslenskrar náttúru í senn. Ákveðið var að staðsetja sviflínuna í Hveragerði vegna nálægðar við borgina og vaxandi samfélags ferðaþjónustuaðila við Reykjadal, eins vinsælasta áfangastaðar Íslands.