Ford E-Transit stendur sig afar vel þegar kemur að stærð rafhlöðu, drægni og afli, og hefur fína eiginleika eins og ProPower Onboard kerfið sem veitir möguleikann á færanlegu rafmagni fyrir verkfæri og fleira.

Rafmótorar skila 266 hestöflum til afturhjólanna og er það ágætt afl fyrir bílinn en það fer auðvitað eftir því hversu mikið er af vörum aftur í. Það er mjög gott að keyra bílinn og þótt hann sé stór þá fannst mér ég stundum vera að keyra stóran lúxusjeppa frekar en sendibíl.

Aksturinn er frekar mjúkur miðað við stærð bíls og kemur á óvart að þessu leyti. Búið er að endurhanna afturfjöðrunina í Ford E-Transit Van til að hámarka burðargetu og auka afköst. Burðargetan er allt að 1348 kg (í L3H2 útfærslu) og þar sem afturfjöðrunin er öflug er sendibíllinn þægilegur í akstri og með gott veggrip hvort sem hann er hlaðinn eða tómur.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði