Nú styttist í úrslitaleikinn í NFL-deildinni í Bandaríkjunum. Um helgina varð ljóst að það verða San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs sem leika til úrslita í Super Bowl sunnudaginn 11. febrúar.

Að þessu sinni fer leikurinn fram á Allegiant-vellinum í Las Vegas og verður Usher með tónleika í hálfleik. Völlurinn, sem var tekin í notkun fyrir fjórum árum og rúmar 65 þúsund manns, er allur hinn glæsilegasti enda næst dýrasti leikvangur veraldar.

Bygging vallarins kostaði 1,9 milljarða dollara eða 260 milljarða króna en dýrasti völlur heim er SoFi-völlurinn í Los Angeles, sem kostaði 5,5 milljarða dollara eða 750 milljarða króna. Til að setja þetta í eitthvað samhengi þá kostaði nýi heimavöllur Tottenham í ensku deildinni, 1,3 milljarða dollara eða 180 milljarða króna.