Gardavatn liggur í skjóli Alpanna í norðri og suður af vatninu er Pósléttan. Það er 370 ferkílómetrar að stærð og stærsta vatn Ítalíu. Það teygir sig inn í þrjú héruð, Veneto, Lombardia og Trentino-Alto Adige.

Náttúrufegurðin er mikil og norður af vatninu er mikið ólífu- og vínræktarsvæði, en Valpolicella dalurinn er einna þekktastur. Gardavatn er án efa einn fallegasti staður á Ítalíu, en þeir eru reyndar óteljandi. Margar leiðir eru til að komast að vatninu.

Beint flug til Mílanó og síðan um klukkustundar lestarferð að annarri hvorri lestarstöðinni við vatnið, eftir því hvert ferðinni er heitið. Svo er stundum beint flug í boði til Veróna, sem er steinsnar frá Garda, eða annarra borga í nágrenninu.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði