Ástralski vínframleiðandinn Treasury Wine Estates byrjaði fyrst að selja víntegundina 19 Crimes árið 2018 og var vínið markaðssett til viðskiptavina sem voru ekki mikið í því að drekka vín.

Auglýsingarherferðin fór fram með frekar óhefðbundnum hætti en skilaði engu að síður miklum árangri og seldust 18 milljónir flaskna á fyrstu 18 mánuðum.

Ástralski vínframleiðandinn Treasury Wine Estates byrjaði fyrst að selja víntegundina 19 Crimes árið 2018 og var vínið markaðssett til viðskiptavina sem voru ekki mikið í því að drekka vín.

Auglýsingarherferðin fór fram með frekar óhefðbundnum hætti en skilaði engu að síður miklum árangri og seldust 18 milljónir flaskna á fyrstu 18 mánuðum.

19 Crimes fylgir ekki þeirri hefðbundinni markaðsstefnu sem flestir vínframleiðendur tileinka sér. Framleiðandinn auglýsir ekki hjá fréttamiðlum eins og FT eða The Times og mætir ekki á vínráðstefnur. Þess í stað finnast flöskurnar á brugghátíðum og London Coffee Festival og að sögn framleiðanda eyðir 19 Crimes lítilli orku í að tala um sjálfan sig.

„Víniðnaðurinn er að eldast og hann virðist eiga erfitt með að ná til yngri kynslóðarinnar sem einhverra hluta vegna laðast ekki að víni jafn mikið og öðrum drykkjum,“ segir Marcus Ingleby, markaðsstjóri hjá 19 Crimes.

Vínframleiðandinn tók einnig þá óhefðbundnu ákvörðun að gerast styrktaraðili UFC í Asíu en fyrirtækið segir þann áhorfendahóp vera tilvalinn fyrir markaðsherferð 19 Crimes. Ingleby segir að vínflaskan taki það að sér að sýna fólki hvernig hægt sé að gera hlutina öðruvísi.

Á sínum fyrstu árum var dreifing vínsins talin vera mikilvægari en markaðssetning, en nú þegar flaskan hefur verið seld í Bretlandi hefur vitundarvakning breskra ungmenna gert 19 Crimes að sterku vörumerki.

„Í heimi þar sem þú ert með milljón hluti sem þú þarft að gera og þarft að vera ábyrgur og fara snemma að sofa á sunnudagskvöldum og strauja skyrturnar, þá langar mann stundum bara að stimpla þetta allt saman út,“ segir Ingleby.