Vínframleiðendur í Kaliforníu gleðjast yfir veðrinu þessa dagana en búist er við því mikilli rigningu í ríkinu á þessu ári. Mikið rigndi einnig á síðasta ári yfir bæði vor og vetur en um daginn fékk Los Angeles næstum hálfs árs úrkomu á aðeins örfáum dögum.

Regnið hefur þó verið til vandræða en flóð og aurskriður hafa líka valdið tjóni og dauðsföllum í Kaliforníu.

Vínframleiðendur á svæðum eins og Napa og Sonoma segja þó að úrkoman sé að mestu leyti jákvæð, sérstaklega eftir mikla rigningarárið 2023.

Bruce Phillips, eigandi og vínframleiðandi Vine Hill Ranch í Napa, lítur á rigninguna með jákvæðum augum. „Við fengum rúmlega 53% af meðalársúrkomu okkar núna í janúar. Í ljósi El Nino búumst við einnig við mikilli úrkomu á þessu tímabili en erum þó vel undirbúin fyrir vindhviðuna og rafmagnsleysið sem fylgir úrkomunni.“

Carlo Mondavi, eigandi víngerðarinnar við Sonoma, tekur í sama streng og segir að rigningin skili mikið af lífrænum efnum í jarðveginn sem hjálpi til við að viðhalda regnvatninu og minnki afrennsli. Eyðileggingin hafi þó verið mikil á svæðinu.

„Með blautum jarðvegi og miklum vindi sáum við mörg falleg gömul tré falla yfir Napa og Sonoma, þar á meðal við vínekrur okkar við Sonoma-ströndina. Það er erfitt að segja til um hvert heildartjónið er, en það gæti hafa haft töluverð áhrif á þrúgurnar,“ segir Carlo.