„Að ganga til liðs við Olís á eins áhugaverðum tímum á eldsneytis- og orkumarkaði er spennandi áskorun sem ég hlakka til að takast á við,“ segir Thelma Björk Wilson sem hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra smásölusviðs Olís. Hún kemur frá Heimkaupum þar sem hún starfaði sem framkvæmdastjóri þjónustuupplifunar og vöruhúss frá árinu 2021.

„Ég er mjög þjónustumiðuð og er alltaf spennt fyrir verkefnum og áskorunum sem tengjast þjónustu. Ég hóf minn starfsferil hjá Svövu í Sautján sem 16 ára unglingur og kynntist eiginmanni mínum þar. Í Sautján spratt upp einstakur metnaður fyrir upplifun viðskiptavina og þjónustu og nýti ég hann í hverju starfi sem ég tek mér fyrir hendur. Við erum einfaldlega ekki til án viðskiptavinarins.”

„Að ganga til liðs við Olís á eins áhugaverðum tímum á eldsneytis- og orkumarkaði er spennandi áskorun sem ég hlakka til að takast á við,“ segir Thelma Björk Wilson sem hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra smásölusviðs Olís. Hún kemur frá Heimkaupum þar sem hún starfaði sem framkvæmdastjóri þjónustuupplifunar og vöruhúss frá árinu 2021.

„Ég er mjög þjónustumiðuð og er alltaf spennt fyrir verkefnum og áskorunum sem tengjast þjónustu. Ég hóf minn starfsferil hjá Svövu í Sautján sem 16 ára unglingur og kynntist eiginmanni mínum þar. Í Sautján spratt upp einstakur metnaður fyrir upplifun viðskiptavina og þjónustu og nýti ég hann í hverju starfi sem ég tek mér fyrir hendur. Við erum einfaldlega ekki til án viðskiptavinarins.”

Thelma er gift Hlyni Sigurþórssyni tölvunarfræðingi og eins eigenda Gangverks. Þau búa á Hagamelnum í Vesturbæ og eiga tvo stráka, Mark Leo 8 ára og Aron Hrafn 18 mánaða. „Frumburðurinn okkar, Mark Leo, var hjartveikur og er með gangráð. Hann kenndi okkur á lífið sem ungir foreldrar og að vera þakklát fyrir það sem við höfum. Viðbótin af litla bróður hefur kennt okkur að meta fegurðina í óreiðunni og að njóta þagnarinnar á kvöldin þegar strákarnir eru komnir í ró.”

Hún segir áramótaheitið í ár að kynnast landinu betur. „Við fjölskyldan elskum að ferðast, að mestu út fyrir landsteinana, en áramótaheitið í ár var að kynnast landinu okkar og er því stefnan sett á fallega staði á Íslandi í sumar. Ég hlakka mikið til að keyra um landið með tjaldvagn í eftirdragi og í ljósi krakkasögunnar í spilaranum.”

Nánar er rætt við Thelmu í Viðskiptablaðinu sem kom út sl. miðvikudag, 21. febrúar.