Björn Þór Guðmundsson hefur verið ráðin sem verkefnastjóri fjármögnunar og viðskiptaþróunar hjá GEORG og hefur hann þegar hafið störf. Greint er frá ráðningu hans í fréttatilkynningu.

Björn starfaði um árabil hjá Landsbankanum í eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf, en frá 2015 sem sjálfstæður ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Reitum fasteignafélagi. Björn lauk meistaranámi í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 þar sem lokaverkefni hans fjallaði um nýtingu jarðhitasvæðisins í Kröflu. Þá lauk hann MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík 2007 og námi í verðbréfamiðlun 2008.

Björn Þór Guðmundsson, verkefnastjóri í fjármögnun og viðskiptaþróun:

„Það er gaman að vera kominn aftur í jarðhitann eftir hafa sinnt annarskonar störfum um margra ára skeið. Þau alþjóðlegu verkefni sem GEORG vinnur að á sviði rannsókna og nýsköpunar í jarðhitanýtingu eru gríðarlega spennandi og eiga eftir að hafa mikil áhrif á það hvernig við nýtum þessa auðlind á heimsvísu í framtíðinni. Ég hlakka til að taka þátt í þeirri vegferð með því frábæra fólki sem starfar hjá GEORG“

Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri GEORG:

„GEORG hefur dafnað vel á undanförnum árum og verkefnastaðan er góð. Eins eru stór og metnaðarfull verkefni í burðarliðnum eins og stofnun alþjóðlegrar rannsóknamiðstöðvar í Kröflu. Við erum afskaplega ánægð með að fá Björn Þór til liðs við okkur hjá GEORG og erum þess fullviss að reynsla hans og þekking á eftir að nýtast vel í okkar verkefnum“

Um GEORG:

GEORG – Rannsóknaklasi í jarðhita er verkefnafjármagnað klasasamstarf í jarðhitarannsóknum og þróun. Að félaginu standa meira en 20 fyrirtæki og stofnanir, auk rúmlega 300 samstarfsaðila víðsvegar að úr heiminum. GEORG hefur verið starfræktur í rúm 13 ár og á því tímabili hefur félagið náð að afla rúmlega 1,3 milljarða króna í rannsóknastyrki til þátttöku í fjölbreyttum verkefnum tengdum jarðhitaþróun, nýsköpun og stefnumótun.