Bogi Agnar Gunnarsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri hjá Advise Business Monitor en hann hefur fjölbreytta starfsreynslu af þjónustu- og fjármálastjórnun. Bogi er með BA-gráðu í lögfræði Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í viðskipta og fjármálastjórnun Jagiellonian University.

„Ég hlakka til að takast á við öll þau spennandi verkefni sem eru framundan hjá Advise, bæði í þeim öra vexti sem fyrirtækið er í á innlendum markaði sem og að taka þátt í frekari þróun og innleiðingu á lausninni fyrir erlenda markaði” segir Bogi Agnar Gunnarsson.

Mikael Arnarsson, framkvæmdastjóri Advise, segir Boga vera metnaðarfullan og öflugan sérfræðing og er sannfærður um að reynsla hans og þekking muni styrkja hópinn í áframhaldandi sókn.

„Undanfarið hefur Advise verið í miklum vexti og því frábært að fá Boga með okkur í lið. ” segir Mikael Arnarsson, framkvæmdastjóri Advise,“ segir Mikael.