Erna Sigurðardóttir lögfræðingur hjá fjártæknifyrirtækinu Rapyd Europe er nýr stjórnarformaður Rafmyntaráðs Íslands. Hún tekur við stjórnarformennskunni af Hlyni Þór Björnssyni, framkvæmdastjóra Bálka miðlunar, sem er áfram í stjórninni.

Auk Ernu og Hlyns eru Diljá Helgadóttir lögfræðingur hjá lögmannsstofunni Van Bael & Bellis í Brussel, Daníel Fannar Jónsson, rágjafi um rafmyntir og Hanna Kristín Skaftadóttir, framkvæmdastjóri Poppins & Partners í stjórninni

Í varastjórn eru, Kjartan Ragnars, stofnandi Cicero lögmannsstofu og stjórnarmaður í Myntkaupum sem er jafnframt gjaldkeri stjórnar, og Valur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Taktikal.

Þá er Kristján Ingi Mikaelsson áfram framkvæmdastjóri félagsins, en hann hefur gengt því starfi frá árinu 2018. Rafmyntaráð var stofnað árið 2015 eru vettvangur fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem starfa innan rafmynta- og bálkakeðjugeirans.