Eva Stefáns­dóttir hefur verið ráðin mann­auðs­stjóri og ráð­gjafi hjá Júní, staf­rænni stofu sem býður upp á lausnir í ráð­gjöf, hönnun og for­ritun.

Eva hefur áður starfað sem verk­efna­stjóri hjá Icelandair og sem fjár­mála­ráð­gjafi hjá Lands­bankanum um ára­bil. Hún lauk MBA-námi við Há­skóla Ís­lands árið 2022 og er þess að auki búin með vottað grunn- og fram­halds­nám í mark­þjálfun og út­skrifuð sem NLP master coach.

Í til­kynningu frá fyrir­tækinu segir að Júní leggi á­herslu á sí­menntun í formi leið­toga-, ný­sköpunar- og hug­vits­þjálfunar – auk þess sem vinnu­tími er sveigjan­legur og and­leg og líkam­leg heilsa starfs­fólks sett í for­gang.

Allir þessir þættir eiga veiga­mikinn þátt í að skapa skapandi og frjótt vinnu­um­hverfi þar sem fólk getur vaxið í starfi til langs tíma.

„Mann­auðs­stefna Júní grund­vallast í „mann­leikanum“ sem er eitt af okkar gildum – með virkri endur­gjöf og góðu sam­skipta­flæði milli stjórn­enda og starfs­fólks. Það er ný kyn­slóð komin inn á vinnu­markaðinn, og þau hafa aðra sýn á vinnu­staðinn og starfs­fra­mann. Þau hafa líka önnur og nú­tíma­legri gildi.“ segir Eva.