Guðmundur Björnsson hefur verið ráðinn forstöðumaður lánasviðs Fossa fjárfestingarbanka. Í tilkynningu frá bankanum segir að ráðning hans sé liður í að efla lánastarfsemi bankans og leggja áherslu á sveigjanleika og fjölbreytni í verkefnum lánasviðs.

Steingrímur A. Finnsson, forstjóri Fossa fjárfestingarbanka, segir tækifæri liggja í öflugra lánasviði með áherslu á sérhæfð fjármögnunartækifæri. Mikil gerjun eigi sér stað á þessum vettvangi um þessar mundir og einkum sé horft til þess að veita viðskiptavinum klæðskerasniðnar lausnir í meira mæli.

Guðmundur Björnsson hefur verið ráðinn forstöðumaður lánasviðs Fossa fjárfestingarbanka. Í tilkynningu frá bankanum segir að ráðning hans sé liður í að efla lánastarfsemi bankans og leggja áherslu á sveigjanleika og fjölbreytni í verkefnum lánasviðs.

Steingrímur A. Finnsson, forstjóri Fossa fjárfestingarbanka, segir tækifæri liggja í öflugra lánasviði með áherslu á sérhæfð fjármögnunartækifæri. Mikil gerjun eigi sér stað á þessum vettvangi um þessar mundir og einkum sé horft til þess að veita viðskiptavinum klæðskerasniðnar lausnir í meira mæli.

„Þar kemur yfirgripsmikil þekking og reynsla Guðmundar sér vel og fær hann það mikilvæga hlutverk að leiða sístækkandi lánasvið Fossa þar sem markmiðið er að veita viðskiptavinum okkar skjótari úrlausn sinna mála en þekkist víða,” segir Steingrímur.

Guðmundur hefur langa reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Áður en hann tók við lánasviði Fossa fjárfestingarbanka árið 2024 starfaði hann sem framkvæmdastjóri Glyms eignastýringar. Áður en Guðmundur stofnaði Glym eignastýringu í félagi við Fossa í maí 2021, starfaði hann sem áhættustjóri Kviku eignastýringar hf. frá 2020.

„Við teljum að það sé töluvert rými fyrir sérhæfðari lánveitingar en þekkjast á markaðnum í dag. Við viljum fylla þetta skarð, einkum hvað varðar óhefðbundnar fjármögnunarlausnir til minni og meðalstórra fyrirtækja. Ég hlakka til að takast á við það verkefni og bjóða viðskiptavinum okkar upp á fjölbreyttari lausnir en áður hafa staðið til boða,“ segir Guðmundur.

Á árunum 2008 til 2020 var hann framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og áhættustýringar hjá GAMMA Capital Management. Frá 2002 til 2008 starfaði hann í afleiðuviðskiptum, fyrst hjá Búnaðarbankanum og seinna Kaupþingi, í byrjun sem sérfræðingur og frá 2006 sem forstöðumaður afleiðuviðskipta Kaupþings.

Guðmundur er með B.Sc gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið námi í verðbréfaviðskiptum.