Héðinn Þórðarson hefur verið ráðinn til fyrirtækjaráðgjafar Kviku. Héðinn starfaði áður sem framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Mylluseturs sem gefur m.a. út Viðskiptablaðið.

Áður starfaði Héðinn sem sérfræðingur á fjármálamarkaði í 10 ár bæði í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance og H.F. Verðbréfum.

Héðinn er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, með próf í verðbréfaviðskiptum og hefur lokið meistaranámi í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands.