Íslandshótel hafa ráðið Hrund Hauksdóttur og Rósu Maríu Ásgeirsdóttur til starfa á skrifstofu félagsins.

Hrund hefur tekið við sem löggiltur endurskoðandi á skrifstofu Íslandshótela og Rósa María Ásgeirsdóttir sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs. Hún situr jafnframt í framkvæmdastjórn félagsins.

Íslandshótel hafa ráðið Hrund Hauksdóttur og Rósu Maríu Ásgeirsdóttur til starfa á skrifstofu félagsins.

Hrund hefur tekið við sem löggiltur endurskoðandi á skrifstofu Íslandshótela og Rósa María Ásgeirsdóttir sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs. Hún situr jafnframt í framkvæmdastjórn félagsins.

Hrund er menntaður löggiltur endurskoðandi, með M.Acc meistaranám í reiknishaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og B.S. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði hjá endurskoðendaskrifstofunni BDO ehf. á árunum 2018 – 2023, hjá Deloitte á árunum 2013 – 2017 og sem forstöðumaður áhættustýringar hjá Landsbankanum frá 2005 – 2013.

„Það er afar ánægjulegt að ganga í hóp þess frábæra starfsfólks sem starfar hjá Íslandshótelum og það verður spennandi að taka þátt í enn frekari uppbyggingu félagsins“ segir Hrund.

Rósa María er með BSc í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur yfir tuttugu ára reynslu í upplýsingatækni úr fjármála- og framleiðslugeiranum. Hún starfaði hjá Valka/Marel frá árinu 2021 en þar áður var hún stjórnandi hjá Íslandsbanka um árabil og hjá Mekkanó/Kveikir á árunum 2000 – 2002.

„Heimur gisti- og veitingaþjónustunnar er afar spennandi og vöxturinn hjá Íslandshótelum býður upp á fjölbreytt verkefni og áskoranir sem ég hlakka til að takast á við,“ segir Rósa María.

„Við hjá Íslandshótelum bjóðum Hrund og Rósu Maríu velkomnar til starfa. Hæfni þeirra og atorka munu bæta við þá fjölbreyttu flóru starfsmannahóps félagsins sem fyrir er,“ segir Davíð Torfi Ólafsson forstjóri Íslandshótela.