Ingvi Örn Ingvason hefur verið ráðinn markaðsstjóri hjá Bílabúð Benna en hann starfaði áður hjá Bílaumboðinu Öskju sem markaðssérfræðingur fyrir Kia og Honda.

Bílabúð Benna var stofnað árið 1975 í Reykjavík og er umboðs- og þjónustuaðili fyrir Porsche og KGM. Fyrirtækið rekur einnig Sixt bílaleigu og Nesdekk.

Ingvi Örn Ingvason hefur verið ráðinn markaðsstjóri hjá Bílabúð Benna en hann starfaði áður hjá Bílaumboðinu Öskju sem markaðssérfræðingur fyrir Kia og Honda.

Bílabúð Benna var stofnað árið 1975 í Reykjavík og er umboðs- og þjónustuaðili fyrir Porsche og KGM. Fyrirtækið rekur einnig Sixt bílaleigu og Nesdekk.

Ingvi Örn er með 12 ára starfsreynslu í markaðsmálum en starfaði einnig um árabil sem markaðssérfræðingur hjá fjölmiðlafyrirtækinu Torg og þar á undan sem markaðssérfræðingur hjá Skeljungi.

„Ég er mjög ánægður að vera kominn til starfa hjá jafn rótgrónu fyrirtæki eins Bílabúð Benna og fá tækifæri til að vinna með jafn spennandi vörumerki eins og Porsche sem og nýtt vörumerki, KGM. Það eru spennandi tímar í framundan og spennandi bílar á leiðinni hingað til lands. Má þar nefna nýjan alrafmagnaðan Porsche Macan sem er með yfir 600 km drægni og svo alrafmagnaðan Torres frá KGM,“ segir Ingvi Örn.

Ingvi er með M.Sc. í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Bifröst.

„Við erum gífurlega ánægð að fá Ingva Örn til starfa til að leiða markaðsstarf okkar og taka þátt í metnaðarfullri uppbyggingu á okkar vörumerkjum og þjónustu,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna.