„Ég byrjaði hjá Stöð 2 árið 2005 sem skrifta og var orðin framleiðslustjóri á fréttastofunni árið 2009 í miðju hruni. Ég færði mig svo yfir í þáttagerðina árið 2015 og fór í gegnum samruna 365 og Vodafone í Sýn, sem var ótrúlega lærdómsríkur og áhugaverður tími," segir Eva Georgs Ásudóttir, nýr sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport.

Hún segir mikil tækifæri framundan, þrátt fyrir krefjandi samkeppni við erlendar efnisveitur.

„Það gilda aðrar leikreglur hjá erlendu efnisveitunum á Íslandi til dæmis með tilliti til textunar, talsetningar og aldursmerkinga. Í krafti stærðar sinnar eru þau oftar en ekki að gera samninga á heimsvísu og hafa eins og gefur að skilja úr töluvert meira fjármagni að moða heldur en þekkist á íslenska markaðnum. Við erum hins vegar mjög spennt fyrir þessum slag og lítum björtum augum til framtíðarinnar."

„Ég byrjaði hjá Stöð 2 árið 2005 sem skrifta og var orðin framleiðslustjóri á fréttastofunni árið 2009 í miðju hruni. Ég færði mig svo yfir í þáttagerðina árið 2015 og fór í gegnum samruna 365 og Vodafone í Sýn, sem var ótrúlega lærdómsríkur og áhugaverður tími," segir Eva Georgs Ásudóttir, nýr sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport.

Hún segir mikil tækifæri framundan, þrátt fyrir krefjandi samkeppni við erlendar efnisveitur.

„Það gilda aðrar leikreglur hjá erlendu efnisveitunum á Íslandi til dæmis með tilliti til textunar, talsetningar og aldursmerkinga. Í krafti stærðar sinnar eru þau oftar en ekki að gera samninga á heimsvísu og hafa eins og gefur að skilja úr töluvert meira fjármagni að moða heldur en þekkist á íslenska markaðnum. Við erum hins vegar mjög spennt fyrir þessum slag og lítum björtum augum til framtíðarinnar."

Eva er í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og kynntist þar manninum sínum, Antoni Aðalsteinssyni. „Við eigum okkur alls konar áhugamál, allt frá klettaklifri, fjallgöngum, jöklagöngum yfir í  fjölskylduútilegur í öllum veðrum. Það má því segja að við séum mikil útivistarfjölskylda,“ segir Eva.

Fjölskyldan býr í Hlíðunum, þar sem Eva ólst upp, og eru þau miklir Valsarar. „Við erum orðin mjög peppuð yfir körfuboltanum og vorum á fremsta bekk í úrslitakeppninni að styðja okkar menn áfram.“

Nánar er rætt við Evu í Viðskiptablaðinu sem kom út sl. miðvikudag, 22. nóvember.