„Mér líður eins og ég sé kominn aftur heim. Ég byrjaði feril minn sem hagfræðingur í greiningardeild og naut þess svakalega,“ segir Hafsteinn Hauksson sem hefur tekið við starfi aðalhagfræðings Kviku banka.

Hann hefur starfað í Lundúnum frá lokum meistaranáms árið 2015, fyrst hjá ráðgjafarfyrirtækinu Newstate Partners, sem sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði opinberra fjármála og stýringar og endurskipulagningar opinberra skulda, og síðar hjá GAMMA. Frá árinu 2019 hefur hann starfað við greiningar í fjárfestingateymi Lundúnaskrifstofu Kviku. Hafsteinn mun áfram hafa aðsetur í Lundúnum en reglulega fara til Íslands til að sinna ýmsum verkefnum.

„Mér líður eins og ég sé kominn aftur heim. Ég byrjaði feril minn sem hagfræðingur í greiningardeild og naut þess svakalega,“ segir Hafsteinn Hauksson sem hefur tekið við starfi aðalhagfræðings Kviku banka.

Hann hefur starfað í Lundúnum frá lokum meistaranáms árið 2015, fyrst hjá ráðgjafarfyrirtækinu Newstate Partners, sem sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði opinberra fjármála og stýringar og endurskipulagningar opinberra skulda, og síðar hjá GAMMA. Frá árinu 2019 hefur hann starfað við greiningar í fjárfestingateymi Lundúnaskrifstofu Kviku. Hafsteinn mun áfram hafa aðsetur í Lundúnum en reglulega fara til Íslands til að sinna ýmsum verkefnum.

Hafsteinn starfaði á árum áður sem fjölmiðlamaður með námi, lengst af á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. „Það er merkilegt að það sem heillar mig við að vinna við greiningar á fjármálamarkaði er það sama og heillaði mig við að vinna í blaðamennsku, að reyna að skilja þennan flókna heim okkar og miðla þeim skilningi áfram svo hann gagnist.“

Hafsteinn er mikill dellukarl og segist komast yfir tvö ný áhugamál á ári. Hann fái mikið út úr því að læra nýja hluti. „Á tímabili var ég mikið í austrænni heimspeki og hugleiðslu og fór meira að segja í vikuferð í klaustur og hugleiddi í átta tíma á dag. Þá hef ég einnig lært filmuljósmyndun. Núna er ég með sannkallað gráfiðringsáhugamál, að læra að vera plötusnúður, og á ég mér góða fyrirmynd þar í David Solomon, forstjóra Goldman Sachs. Ég tek saman tónlist sem ég hef gaman af og bý til mix fyrir ræktina og útihlaupin. Þetta er mikið til house tónlist, sérstaklega úr bresku house-senunni.“

Nánar er rætt við Hafstein í Viðskiptablaðinu sem kom út sl. miðvikudag, 31. janúar.