Kristján Hjálmarsson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Hér&Nú, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Hann ætlar að einbeita sér að almannatengslum.

„Almannatengsl eru gríðarleg dýrmæt öllum fyrirtækjum og stofnunum – stórum sem smáum. Það er mikil eftirspurn eftir þeim og tækifærin því mikil,“ segir Kristján, sem mun meðal annars vinna náið með viðskiptavinum Hér&Nú.

Kristján Hjálmarsson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Hér&Nú, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Hann ætlar að einbeita sér að almannatengslum.

„Almannatengsl eru gríðarleg dýrmæt öllum fyrirtækjum og stofnunum – stórum sem smáum. Það er mikil eftirspurn eftir þeim og tækifærin því mikil,“ segir Kristján, sem mun meðal annars vinna náið með viðskiptavinum Hér&Nú.

Ráða þrjá stjórnendur

Auglýsingastofan Hér&Nú tilkynnir samhliða um ráðningu þriggja nýrra stjórnenda í kjölfar veltuhæsta árs í 33 ára sögu stofunnar.

Högni Valur Högnason er nýr framkvæmdastjóri hönnunar- og hugmynda hjá Hér&Nú. Hann mun auk þess gegna hlutverki listræns stjórnenda.

Högni hefur hefur starfað í auglýsingageiranum í meira en áratug, m.a. sem hönnunarstjóri bæði hjá Hér&Nú og Brandenburg. Verkefni undir hans handleiðslu hafa unnið fjölmörg verðlaun á sviði auglýsinga og hönnunar, hvort sem er fyrir mörkun, herferðir, gagnvirka miðlun eða hugmyndaauðgi. Högni Valur er fyrrum formaður FÍT.

Hildur Arna Hjartardóttir er nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Hér&Nú en hún hefur reynslu af verkefnastjórnun og nýsköpun. Áður en hún gekk til liðs við Hér&Nú starfaði hún sem vörustjóri hjá Motus en þar á undan var hún markaðs- og vörustjóri Indó sparisjóðs, þar sem hún stýrði m.a. vinnu við sköpun á útliti og vörumerki Indó.

Hún er með meistaragráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Guðjón Ólafsson er nýr framkvæmdastjóri birtinga hjá Hér&Nú en hann hefur starfað sem birtingastjóri hjá fyrirtækinu síðastliðin 6 ár en var áður viðskipta- og sölustjóri á auglýsingadeild Pressunnar og blaðamaður á sama miðli.

Guðjón hefur undanfarin ár setið í fjölmiðlarannsóknarnefnd SÍA og m.a. leitt tækni- og vöruþróun á birtingasviði. Guðjón er með BA-gráðu í félags- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands.

Hildur Arna Hjartardóttir, Guðjón Ólafsson og Högni Valur Högnason.
© Aðsend mynd (AÐSEND)