Lára Kristín Kristinsdóttir og Stefán Hirst Friðriksson hafa verið ráðin til Origo í gæða- og innkaupalausnir.

Lára hefur verið ráðin til Origo til þess að sinna Justly Pay-ráðgjöf fyrir jafnlaunavottun og innleiðingu á CCQ og Stefán hefur verið ráðinn sölustjóri gæða- og innkaupalausna en hann hefur víðtæka reynslu af sölu á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði.

Lára Kristín Kristinsdóttir og Stefán Hirst Friðriksson hafa verið ráðin til Origo í gæða- og innkaupalausnir.

Lára hefur verið ráðin til Origo til þess að sinna Justly Pay-ráðgjöf fyrir jafnlaunavottun og innleiðingu á CCQ og Stefán hefur verið ráðinn sölustjóri gæða- og innkaupalausna en hann hefur víðtæka reynslu af sölu á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði.

„Við erum mjög ánægð með að fá svona öflugt fólk í teymið okkar þar sem við þjónustum nú 200 viðskiptavini,“ segir Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðumaður gæða- og innkaupalausna Origo.

Áður starfaði Lára Kristín hjá Stekki Fjárfestingarfélagi sem rekstrar- og fjármálastjóri og sem ráðgjafi hjá Límtré Vírnet í gæða- og umhverfismálum. Hún hefur MBA-gráðu frá Copenhagen Business school, M.A-gráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands og M.A.-gráðu í mannfræði frá London School of Economics.

„Ég er mjög spennt að takast á við fjölbreytt verkefni, hjálpa viðskiptavinum okkar að ná sínum markmiðum og komast inn í svona skemmtilegt teymi,“ segir Lára.

Stefán Hirst starfaði áður hjá Símanum sem deildar- og sölustjóri. Stefán lauk MS-gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í stjórnmálafræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá sama skóla.

„Það er stefna Origo að breyta leiknum með betri tækni og það er mjög heillandi að fá að leggja sitt af mörkum í þeirri vegferð. Það þarf stöðugt að þróa til þess að uppfylla þarfir viðskiptavina og vera áfram fremst á markaði,“ segir Stefán.