Undanfarin misseri hefur starfsfólki fjölgað töluvert hjá KPMG Law vegna aukinna umsvifa og hafa því fleiri lögfræðingar gengið til liðs við lögmannsstofuna. Þetta eru þau Aron Ás Kjartansson, Árni Snær Fjalarsson, Dagur Kári Kárason, Eydís Ýr Jónsdóttir, Kristján Óli Ingvarsson, Rán Ólafsdóttir, Rebekka Bjarnadóttir, Sigurður Traustason og Urður Hafþórsdóttir.

Aron Ás Kjartansson

Aron Ás útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2023 en hann starfaði áður sem laganemi hjá KPMG Law samhliða námi. Í störfum sínum hefur Aron sérhæft sig á sviðum skattaréttar, einkum virðisaukaskatts og alþjóðlegs skattaréttar, auk félagaréttar. Þá hefur Aron aðstoðað við umsóknir um atvinnu- og dvalarleyfi, bæði erlendra aðila sem koma til Íslands og íslenskra aðila hefja störf erlendis.

Árni Snær Fjalarsson

Árni Snær hefur starfað sem laganemi hjá KPMG Law og starfar þar nú sem lögfræðingur. Áður starfaði hann hjá Íslandsbanka, Landslögum og Oculis. Þá hefur hann jafnframt tímabundið sinnt starfi aðstoðarmanns við rannsóknir á sviði EES-réttar.

Í störfum sínum hefur Árni Snær einkum sinnt þjónustu og ráðgjöf í tengslum við löggjöf er varðar aðgerðir gegn peningaþvætti. Þá er Árni Snær jafnframt hluti af sjálfbærniteymi KPMG og KPMG Law.

Dagur Kári Kárason

Dagur Kári útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2023. Hann starfaði samhliða námi hjá Fulltingi lögmannsstofu. Hans helstu verkefni tengjast skattaráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga, kaup og sölur fyrirtækja, þar á meðal áreiðanleikakannanir, endurskipulagning félagasamstæðna, samruna og skiptinga.

Eydís Ýr Jónsdóttir

Eydís Ýr kemur til KPMG Law frá Lex lögmannsstofu. Í störfum sínum hjá KPMG Law sinnir Eydís Ýr helst verkefnum á sviði félagaréttar, sveitastjórnarréttar, samningaréttar, gjaldþrotaréttar og verkefnum er tengjast kaupum og sölum fyrirtækja, fjármögnun fyrirtækja og samrunum.

Kristján Óli Ingvarsson

Kristján Óli er lögmaður og kemur til KPMG Law frá ADVEL lögmönnum. Kristján Óli hefur sinnt kennslu í skattarétti við bæði lagadeild og viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík, en einnig í Opna Háskólanum í Reykjavík. Helstu sérsvið Kristjáns Óla eru á sviðum innlends og alþjóðlegs skattaréttar, félagaréttar og samningaréttar.

Rán Ólafsdóttir

Áður en Rán kom til KPMG Law starfaði hún hjá Skattinum sem sérfræðingur í virðisaukaskatti og eftirliti. Rán hefur einnig starfað hjá Háskólanum í Reykjavík og kennt áfanga um gerð og greiningu ársreikninga.

Helstu sérsvið Ránar eru verkefni tengd virðisaukaskatti. Að auki hefur hún tekið þátt í skattalegum áreiðanleikakönnunum, útreikningi á skattaspori fyrirtækja og rekstur ágreiningsmála gagnvart skattyfirvöldum.

Rebekka Bjarnadóttir

Rebekka kemur til KPMG Law sem lögfræðingur frá Gjaldskil ehf., en þar á undan var hún hjá Arion banka hf. og starfaði þar sem fyrirtækja- og fjármálaráðgjafi sem og sérfræðingur í regluvörslu bankans.

Hún hefur í störfum sínum sérhæft sig í áreiðanleikakönnunum, löggjöf um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, verkefnum á sviði persónuverndar, félagaréttar, og samninga- og kröfuréttar. Ásamt þessu hefur hún sérhæft sig á sviði sjálfbærra fjármála og er hluti af sjálfbærniteymi KPMG og KPMG Law.

Sigurður Traustason

Sigurður starfaði áður á lögfræðisviði Valitor. Hann hefur einnig starfað fyrir Lagastofnun Háskóla Íslands og Íslensk verðbréf. Í störfum sínum hefur Sigurður snert á flestum sviðum lögfræðinnar, þ. á m. á sviði félagaréttar, fyrirtækjalögfræði, samninga- og kröfuréttar, gjaldþrotaréttar, persónuvernd og sveitastjórnarréttar.

Sigurður hefur í starfi sínu hjá KPMG Law að mestu komið að verkefnum á sviði félagaréttar, samningaréttar, verkefnum sem tengjast kaupum og sölum fyrirtækja, fjármögnun fyrirtækja, gjaldþrotaréttar og samrunum.

Urður Hafþórsdóttir

Urður hóf störf hjá KPMG Law sem laganemi en starfar nú sem lögfræðingur hjá stofunni. Áður var hún hjá MAGNA lögmönnum, Lögþingi lögmannsstofu og Íslandsbanka.

Í störfum sínum hefur Urður að mestu starfað við félagarétt, gjaldþrotarétt, samningarétt, kröfurétt og vinnurétt, og sinnt fjölbreyttum verkefnum á þeim sviðum.

„Við erum stolt af því að fá þetta öfluga fólk til liðs við okkur. Starfsemi okkar snýst um fólk og við erum að uppskera mikinn vöxt á grunni stefnu sem við mörkuðum fyrir fáeinum árum. Það felur í sér að við þurfum að ráða til okkar öflugt starfsfólk til að geta mætt aukinni eftirspurn eftir okkar þjónustu.“ segir Ágúst Karl Guðmundsson, framkvæmdastjóri KPMG Law.